Guðspjöllin komin út á máli Tsemai-manna

posted in: Óflokkað | 0
Mynd af FB síðu Hailu Berhanu Golla

Á sunnudaginn var haldin mikil hátíð í Voítódalnum þegar sérstök blessunar- og þakkarstund var vegna útgáfu guðspjallanna fjögurra á Tsemakkko, tungumáli Tsemaimanna. Verkið hefur verið krefjandi eins og venjan er þegar ritmál eru ung og skráning hljóða ekki alveg á hreinu. Þetta er því e.k. tilraunaútgáfa í 500 eintökum.

Forsvarsfólk kirkjunnar og verkefnisins var saman komið á útgáfuhátíðinni, enda stórmerkur atburður. Kórar sungu, ávörp voru flutt og beðið var fyrir útgáfunni og framhaldinu. Nú loksins eru guðspjöllin aðgengileg á móðurmáli Tsemai-manna. Öllum sem lagt hafa lið var þakkað. Kristniboðssambandið hefur, ásamt fleirum, styrkt þýðingarverkefnið í mörg ár og gerir enn. Gefa má sérstaklega til þessa verkefnis inn á gjafareikning SÍK, 0117-26-002800, kt. 550269-4149 og merkja gjöfina Tsemakko.