Góður aðalfundur að baki

posted in: Fréttir, Heimastarf | 0

Aðalfundur SÍK var haldinn miðvikudaginn 4. maí. 35 manns sóttu fundinn þar sem fram fóru hefðbundin aðalfundarstörf, skýrslur stjórnar og aðildarfélaga voru fluttar og ársreikningar kynntir. Starfsáætlun og fjárhagsáætlun voru sömuleiðis kynntar, stjórn kosin sem og skoðunarmenn. Engin breyting varð á aðalstjórn en breyting varð á varamannabekknum, þar sem Ingveldur Ragnarsdóttir kom inn sem 2. varamaður í stað Sveins Jónssonar.

Fyrir fundinum lágu tillögur að lagabreytingum sem voru samþykktar nánast óbreyttar. Í umræðum undir liðnum önnur mál drógu fundarmenn fram bæði ýmsilegt jákvætt og bent var á verkefni sem blasa við. Fundarmenn voru almennt ánægðir með fundinn sem endurspeglaði áhuga þeirra á hlutverki og starfi Kristniboðssambandsins heima jafnt sem á alþjóðavettvangi.

Lög eða samþykktir SÍK eftir breytingarnar eru aðgengileg hér á síðunni (undir flipanum Um okkur)