Góðir gestir frá Noregi á samkomu 30. ágúst

Hjónin Kirsten og Erling Lundeby verða gestir samkomunnar í Kristniboðssalnum í kvöld, miðvikudaginn 30. ágúst. Þau voru meðal frumkvöðlanna í kristniboðsstarfinu í Pókot í Keníu og á seinni árum hefur Erling farið margar ferðir út tilað fylgja starfinu eftir og þekkir það því inn og út. Þau munu segja frá og hafa hugleiðingu.

EFtir samkomuna er boðið upp á kaffi og kruðerí svo það er upplagt að staldra við og njóta samfélagsins