GF 2018 í Noregi

Norska kristniboðssambandið, (NLM), heldur aðalfund (GF Generalforsamling) þriðja hvert ár. Næsti fundur verður haldinn 3.-8. júlí 2018 í ráðstefnumiðstöðinni Oslofjord Convention Center. Dagskráin er mjög fjölbreytt og eitthvað fyrir alla fjölskylduna, eins og sjá má á heimasíðunni: nlmgf.no

GF er ekki bara ársfundur NLM heldur einnig stórt kristniboðsmót með gestum frá kristniboðslöndunum og samstarfshreyfingum. Kristniboð, boðun fagnaðarerindisins og samfélag, mun einkenna mótið. Yfirskriftin er NÆR og er þá átt við að koma nær Drottni og náunga okkar. Allir eru velkomnir.

Þeir sem hafa áhuga á að fara á mótið í Noregi í sumar geta fundið allar upplýsingar á heimsíðunni nlmgf.no eða haft samband við skrifstofu Kristniboðssambandsins s. 5334900.