Gestir frá Podas biblíuskólanum

Í dag fengum við góða og afar músíkalska gesti frá Podas biblíuskólanum í Færeyjum.
Þau munu gera víðreist næstu daga í fylgd með fulltrúum Kristniboðssambandsins. Í dag fara þau og syngja fyrir íbúa á Hrafnistu þaðan sem leiðin liggur á Litla-hraun. Á morgun verða þau með stund á dvalarheimilinu á Stykkishólmi og í beinu framhaldi af því verður samkoma í Hvítasunnukirkjunni þar í bæ. Á sunnudaginn fara þau í hinar ýmsu kirkjur og á mánudaginn fara þau í Háskóla Íslands til að syngja og vitna.

Tökum þátt og biðjum fyrir þessu góða starfi.