Fyrstu fundir kristniboðsfélaga kvenna og karla 2020

Fyrsti fundur Kristniboðsfélags kvenna á nýju ári verður fimmtudaginn 9. janúar. Samveran hefst með kaffi kl. 16 og kl 17 hefst sjálfur fundurinn. Allar konur eru hjartanlega velkomir á fundina sem eru annan hvern fimmtudag í kristniboðssalnum. Kristniboðsfélag karla heldur sinn fyrsta fund mánudagskvöldið 13. janúar kl 20 í kristniboðssalnum og eru allir karlar hjartanlega velkomnir á fundina sem einnig eru haldnir aðra hverja viku.