Fyrsta miðvikudagssamkoman 2020

„Önd mín miklar Drottinn og andi minn gleðst í Guði frelsara mínum“ svo hefst lofsöngur Maríu í 1. kafla Lúkasarguðspjalls en hann verður einmitt umfjöllunarefni samkomunnar miðvikudaginn 8. janúar kl 20
Ræðumaður verður Ólafur Hauksteinn Knútsson, prestur Íslensku Kristskirkjunnar
Jóhann Axel Schram Reed mun syngja og faðir hans, Keith Reed leika með á píanó.
Eftir samkomuna verður boðið upp á kaffi og kruðerí
Verið hjartanlega velkomin að eiga gott og
uppbyggilegt samfélag í upphafi nýs árs.