Fundur um kristilega fjölmiðlun

Á morgun laugardag hittist í kristniboðssalnum hópur sem myndaðist í kjölfar á komu Rons Harris frá MediaALLIANCE í september sl. Ron hélt fyrirlestur um notkun fjölmiðla, netsins og samfélagsmiðla í boðun fagnaðarerindisins og var mikill áhugi hjá fólki að halda áfram að vinna að þessu málefni. Haldinn var annar fundur í byrjun nóvember þar sem fram fóru heilmiklar umræður og hugmyndavinna og var ákveðið að hittast næst laugardaginn 30. nóvember kl 11- 13 í Kristniboðssalnum. Fundurinn er opinn og öllum velkomið sem hafa áhuga og hjarta fyrir þessu málefni að koma og taka þátt eða bara hlusta. Hópurinn samanstendur af fólki með ólíkan bakrunn sem tilheyrir hinum ýmsu kirkjum og kristilegu samfélögum en eiga það sameiginlegt að þrá að frelsisboðskapurinn um Jesús Krist nái til þjóðarinnar. Í þessari vinnu nýtast margskonar hæfileikar og ekkert skilyrði að kunna á neitt sérstakt eða vera með menntun á þessu sviði. Stefnt er á að í vor komi síðan teymi frá MediALLIANCE sem mun halda ráðstefnu og bjóða upp á þjálfun og leiðsögn í notkun fjölmiðla í boðun fagnaðarerindisins.