Fundur og kaffisala fellur niður

posted in: Heimastarf | 0

Fundur Kristniboðsfélags kvenna sem áformaður var fimmtudaginn 29. apríl fellur niður vegna samkomutakmarkana. Sama er að segja um árlega kaffisölu félagsins á 1. maí, hún fellur einnig niður af sömu ástæðum. Við hvetjum kristniboðsvini að gefa í staðinn gjöf til starfsins. Kt. 550269-4149, bankanr. 0117-26-002800.

Kristniboðsfréttir eru væntanlegar um miðjan maí og aðalfundi var frestað til 12. maí. Hvort af honum verði þá eða síðar ræðst af gildandi reglum og því mikilvægt að fylgjast vel með.