Fundur í kristniboðsfélagi kvenna fimmtudaginn 3. október

Á morgun, fimmtudaginn 3. október verður fundur hjá Kristniboðsfélagi kvenna í Kristniboðssalnum. Samveran hefst með kaffi kl 16 og kl 17 hefst sjálfur fundurinn. Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, kristniboði mun hafa hugleiðingu og segja frá starfsemi My Sisters sem eru samtök sem styðja við fátækar fjölskyldur og börn í Addis Abeba í Eþíópíu. Hægt er að styrkja börn og fjölskyldur sem fá stuðning frá My Sisters í gegnum Kristniboðssambandið í gegnum verkefnið: Af götu í skóla.