Categories
Fréttir Heimastarf

Fundum kristniboðsfélaganna frestað

Kristniboðsfélag kvenna og Kristniboðsfélag karla munu taka hlé á samverum sínum á meðan samkomubanni stendur. Kristniboðssambandið mun reyna að koma til móts við kristniboðsvini með því að senda út efni á netinu, hugleiðingar ofl. það mun verða auglýst hér von bráðar. Einnig hvetjum við fólk til að hlusta á Lindina fm 102,9 og á vefnum lindin.is má finna mikið af góðu og uppbyggilegu efni, m.a. þætti sem Skúli Svavarsson kristniboði gerði fyrir stuttu, hugvekjur ofl.