Fundir hjá Kristniboðsfélagi kvenna

Annan hvern fimmtudag yfir vetrarmánuðina heldur Krsitniboðsfélag kvenna fundi í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58- 60. Samverurnar hefjast á kaffi að hætti félagskvenna kl. 16 og svo hefst sjálfur fundurinn kl 17. Það eru tveir fundir á dagskrá fram að jólum, í dag 28. nóvember og ber fundurinn yfirskriftina „Lækning“. Jólafundur félagsins verður þann 12. desember og hefur hann yfirskriftina „Ljós“ Fyrsti fundur á nýju ári verður svo 9. janúar. Allar konur eru hjartanlega velkomnar á fundina.