Fundir hjá Kristniboðsfélagi kvenna frestast

Fyrsti fundur Kristniboðsfélags kvenna á þessu ári var áætlaður fimmtudaginn 13. janúar nk. en í ljósi aðstæðna verður einhver bið á að fundir hefjist. Það verður auglýst hér á síðunni þegar fundir hefjast að nýju.