Frímerki og mynt

Leikskólabörn safna frímerkjum fyrir kristniboðið.

Leikskólabörn safna frímerkjum fyrir kristniboðið.

Eins og flestir kristniboðsvinir vita safnar Kristniboðssambandið notuðum frímerkjum, en færri vita kannski að Kristniboðssambandið tekur líka á móti mynt. Myntin má vera í hvaða gjaldeyri sem er. Hvernig væri að taka til í skúffum og dósum og færa kristniboðinu myntina sem víða leynist? Margt smátt gerir eitt stórt.

Hvað varðar frímerkin er best að fá umslögin með frímerkjunum á, því oft er hægt að fá betra verð fyrir þau þannig. Tekið er við frímerkjum og mynt allan ársins hring í Basarnum, nytjamarkaði Kristniboðssambandsins í Austurveri, svo og á skrifstofunni Háaleitisbraut 58-60.

Tekjur af sölu frímerkja og myntar í fyrra nam um 3 milljónum króna. Verðmæti sem oft fara í ruslið. Jarle Reiersen sér um að flokka og selja frímerkin og myntina sem berst til kristniboðsins. Innilegar þakkir til ykkar allra sem hafa gefið okkur frímerki og mynt!