Fréttir frá Leifi kristniboða í Japan

posted in: Óflokkað | 0

IMG_2296[1]Síðan við lentum í Japan hefur mestur tími farið í að flytja inn í nýja íbúð hér á Rokko island. En við erum orðin þrautþjálfuð í flutningum – Hannes sem byrjar í nýjum grunnskóla (í fjórða sinn) sagði við mig að hann væri orðin leiður á að vera sífellt að flytja. Og lái ég honum það ekki enda er þetta í áttunda sinn sem við flytjum og hann er 10 ára. Það er ekki létt að þurfa sífellt að kveðja góða vini og aðlagast nýju umhverfi. En mitt í þessu öllu höfum við fengið tækifæri til að heimsækja þá staði sem við bjuggum á bæði hér í Kobe og í Fukuyama. Við heimsóttum gamla söfnuðinn okkar í Fukuyama, Takashima Chapel, og Seishin New Town í Kobe. Það var gaman að hitta fólk aftur – við höfðum ekki komið til Seishin í 3 ár.
Traffíkin var mikil á þjóðveginum enda var verið að halda upp á Obon (14-16 ágúst), en þessi hátíð á rætur að rekja til búddisma þar sem fólk álítur að andar forfeðranna snúi tilbaka á þessum tíma til að heimsækja fjölskyldur sínar. Leið flestra lá því út úr stórborgunum og út á land þar sem margir nota þetta tækifæri til að heimsækja fjölskyldur og ættingja úti á landi. Frídagar eru ekki margir í Japan. Við vorum í Onomichi og bjuggum hjá foreldrum Katsuko. Móðir hennar Tamíko er farin að sækja kirkju og vill trú á Jesú. Við erum að vonum glöð yfir þessari breytingu og að getað deilt trú okkar og von með henni. Guð er góður.

Kærar kveðjur
Leifur og fjölskylda

Leifur á facebook1  Leifur á facebook4  Leifur á facebook3