Fréttir frá Gísla og Noru Jónsson kristniboðum í Búlgaríu

Kristniboðssambandið styrkir hjónin Noru og Gísla Jónsson sem starfa við ráðgjöf og kristniboð meðal Rómafólks í Búlgaríu. Þau senda okkur reglulega fréttir af starfinu og bænarefni. Við hvetjum kristnibosðvini til að muna eftir þeim í bænum sínum.

Við heilsum ykkur öllum í Frelsarans nafni Jesús Krist
Við erum þrátt fyrir allt, eftir töluvert erfitt ár afskaplega þakklát fyrir liðið ár. Í Filippí seigir í versi 4:4-7
4 Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir.5 Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd.6 Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.7 Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú
 
Við getum verið flest samála að liðið ár var mikill áskorun fyrir marga líkt og okkur. Margir hafi misst ættingja og vini, þurft að sætta sig við einangrun frá ástvinum. Takmörkun ferðafrelsis, útgöngubann, ár sem var mikil blóðtaka fyrir margar fjölskyldur víða um heim. Enn og aftur erum við minnt á að aðeins Drottinn sér heildarmyndina.
 
Við vorum virkilega þakklát fyrir að geta heimsótt Írland í febrúar. Til að tengjast vinum, heimahópnum okkar, kirkjunni okkar þar og ekki síðast en síst UFM bænahópunum. Við lukum einnig við þjálfun í EMDR sem hefur verið meiriháttar blessun inn í líf margra. Með þessari aðferð höfum við séð einstaklinga umbreyttast í aðeins örfáum vikum. Þar sem Drottinn hefur hjálpað okkur að hjálpa einstaklingum með þessari aðferð. Fólk þjakað af erfiðri lífsreynslu, tilfinningum og áfallastreitu, ótta og kvíða svo eitthvað sé nefnt. Miklar þakkir til prófessor og geðlæknisins Paul Miller sem er meðlimur í Glenabbey kirkjunni okkar.
 
Um miðjan mars áttum við að kynna starfið okkar í kirkjunni á samkomu sem er kölluð TRÚBOÐ KL 6. Þetta er vettvangur sem einblínt er á kristniboð og kristniboða sem eru hluti af Glenabbey fjölskyldunni. En vegna heimsfaraldursins urðum við að yfirgefa Írland á undan áætlun vegna ótta að landamæri mundu lokast. Við komuna til Sofíu fórum við beint til þorpsins sem við höfum verið síðan þá. Við unnum á veraldarvefnum með skjólstæðingum okkar og ég Gísli hef verið full bókaður síðan þá og hef orðið að hafna nokkrum einstaklingum vegna þessa. Það varð gríðarleg aukning í fólki sem átti erfitt að höndla þennan heimsfaraldur , vinnuna, fjármálinn, óöryggið, einangrun. Við fluttum svo alfarið frá Sofíu í júní.
Nora hefur verið hjálpa ungum einstaklingum sem áttu við tölvu fíkn, og hegðunarvandamál, ungt fólk sem eiga erfitt með að höndla lífið án skólafélaganna.

Í ágúst naut Nora þess að heimsækja aldraða móður sína og fjölskyldu í Cork á Írlandi í tvær vikur. Þetta var gæða tími fyrir hana að tengjast fjölskyldunni. Það er mikilvægt að tengjast þeim sem eru næstir og okkur þykir vænt um. Við vitum ekki hversu lengi við getum notið þeirra.

Nora og Gísli
Rómakrakkar sem vonast eftir að fá vinnu

Þessi nágrannakona var steinhissa á því að við kunnum ekki að rækta hvítkál fyrri veturinn.

Efst á baugi: í Efesusmanna 6:10-20 10 Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans.11 Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins.
12 Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.13 Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt…..
 
Við höfum verið mjög svo meðvituð um þá andlegu baráttu sem við eigum í hér í þorpinu okkar. Við finnum þetta sérstaklega frá Róma samfélaginu bak við okkur, þar sem þar er stundað ýmisleg andleg dýrkun, galdrar og nýaldar dýrkunn. Við finnum okkur líka einangruð og einmanna þetta síðasta ár. Með öllum þeim takmörkunum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér. Að geta ekki ferðast og tengst vinum og ættingjum og ekki geta boðið þeim til okkar. En netið hefur hjálpað mikið með Zoom, þar sem við höfum gert okkar besta að tengjast vinum og fjölskyldu, heimahópnum okkar, UFM og SEND leiðtogum, bænahópum og öðrum kristniboðum, og horft á samkomur á netinu. Þetta er ekki það sama og hittast og spjalla.
 
Við höfum fundið andlegt heimili í Sliven sem er borg 10 min frá okkur. Leiðtogarnir eru að fjárfesta í búnaði til að túlka fyrir okkur og vonandi fleiri, og það eru nokkrir í söfnuðinum sem tala góða ensku. Kirkjan er einungis á netinu á þessum covid tímum vegna takmarkanna.
 
Nora heldur áfram að undirbúa námskeiðið um kristilega ráðgjöf. Við upphaflega áætluðum að byrja nú í janúar en vegna takmarkanna urðum við að fresta þessu til september á þessu ári. Endilega biðjið fyrir þessu.
 
Fjárhags stuðningurinn hefur minnkað sem nemur 600 pundum á mánuði. (um 100.000ísl króna) á síðastliðnu ári, en við höfum náð að minka útgjöld um 300 pund (um 50.000 ísl króna) svo enn vantar um 50.000 á mánuði til að vera með svipuaða innkomu og 2019. Við sjáum þetta sem afleiðingar á heimsfaraldurinn en við örvæntum ekki, Guð hefur verið okkur trúfastur og séð fyrir okkur. Ef 10 mans leggja til starfsins 5000 það myndi hjálpa mikið. Vinsamlega biðjið fyrir þessu.
 
Ensku kennslan sem Nora hefur verið að sinna með nágrönnum okkar liggur niðri sem stendur. Covið spilar þar inn í og líka í byrjun er venjulega gífurlegur áhugi og svo minkar áhuginn. En þetta er samt að skila þeim árangri að hún hefur byggt upp gott samband við þessi börn og finnst okkur að sæði hafi verið sáð.
 
Ráðgjöfin: það eru forréttindi að fá að vera hluti af lífi fólks. Að vera treyst fyrir dýpstu sorgum og vonbrigðum, að fá að ganga með þeim í gegnum einmannaleikann, svartnættið og vonleysið og stundum yfirþyrmandi kringumstæðum. Ungar mæður að eiga við einangrun og móðurhlutverkið. Kristnir að eiga við áföll frá barnæsku, eiga erfitt að meðtaka kærleika og náð Guðs. Þunglyndi, kvíða og ótta, einstaklingar sem þrá það eitt að verða frjáls og lifa í sátt og samlindi við Guð, aðra og sjálfan sig. Hjón sem þrá að geta látið samband sitt við hvort annað ganga upp. Það er mikil blessun að sjá síðan fólk umbreyttast í Jesús Kristi og verða frjáls úr fjötrunum.
 
Þorps lífið: Við löbbum með hundinn okkar tvisvar á dag, sem er frábær leið til að hitta aðra og mynda tengsl og biðja fyrir þorpinu. Sumir vilja taka hundinn okkar með sér heim, meðan aðrir velta fyrir sér af hverju við erum að labba úti með hundinn. Við reynum að vera vitnisburður af trú okkar, hvort það sem eru Róma fólkið eru Búlgarar. Einn nágranninn bað Noru að hætta að veita börnunum athygli vegna þess að einhver hafði farið yfir girðinguna og stolið plöntum. Krakkarnir sem Nora hefur verið að kenna ensku sína henni mikla virðingu og vináttu. Á sama tíma geta sum börnin verið mjög ókurteis, þetta er meira til að sýnast og þeirra eigið óöryggi. Við viljum mæta illsku með kærleika. Við leitum leiða til að gefa Jóhannesar guðspjallið sem við höfum á Búlgörsku til þeirra sem við höldum að muni lesa það. Nora heldur áfram að tengjast og biðja fyrir og með einstaklingum mestmegnis nágrönnum okkar. Við erum líka að gera könnun á hvað er mikil þörf fyrir Biblíur, hvaða útgáfu, og kristnar barnabækur sem gætu hjálpað í Rómasamfélaginu.
 
2021: Við þökkum öllum þeim sem hafa stutt trúfastlega og beðið fyrir starfinu hér. Þeim sem haft hafa samband með bréfum, skilaboðum, hringja og póstum. Þetta er mikil hvatning að heyra frá ykkur. Við erum ákaflega spennt fyrir árinu framundan, hvað Drottin hefur í hyggju með þetta ár. Við erum líka afskaplega þakklát hvernig Hann hefur notað hæfileika okkar sem ráðgjafa og samband við þorpsbúa og aðra kristna í nágreninu.
Í upphafi þessa árs þá byrjuðum við Daniels föstu og eiðum meiri tíma í bæn fyrir þorpinu og árinu.
 

Frá hluta af þorpinu okkar í Topolchane


 

 Við lofum Guð fyrir..

 1. Heilsu okkar og öryggi
 2. Að sjá fyrir þörfum okkar á þessum skrítnu tímum
 3. Að sjá einstaklinga setta frjálsa úr fjötrum
 4. Bænasvör um inn í líf skjólstæðinga

Biðjið með okkur fyrir…

 1. Guðs vilja með ráðgjafa kennsluna og skjólstæðinga
 2. 13 ára strák sem er háður tölvuleikjum
 3. Ungri móður með 2 ung börn, fyrir móðurhlutverkinu og hjónabandinu
 4. Ungum manni sem þjáist af krónískum kvíða
 5. Hlutverki okkar hér í þorpinu að breiða út boðskapinn
 6. Öldnum einstaklingum sem eru með minnistap
 7. Fjármálum okkar, og við verðum ávallt í Hans vilja
 8. Óöryggi og ótta sem sumir upplifa hér í þorpinu, það er aukning í dauðsföllum hér í þorpinu, einnig einstaklingum sem óttast um vinnuna sína
 9. Almennt fyrir hjónaböndum