Fréttir frá Gísla og Noru í Búlgaríu

Nora og Gísli Jónsson starfa sem ráðgjafar og kristniboðar í Búlgaríu. Kristniboðssambandið hefur stutt þau fjárhagslega og með fyrirbæn um árabil og senda þau okkur reglulega fréttir af starfi sínu. Hér er brot úr nýjasta fréttabréfi þeirra:

„Kæru vinir við heilsum ykkur í frelsarans nafni.
Við höfum tekið endanlega ákvörðun um að flytja til Topolchane í lok júní. Við höfum verið staðsett í Sofíu síðan 2009 veitt ráðgjöf til einstaklinga og kennt og þjálfað hópa og einstaklinga. Þetta eru spennandi tímar að taka svo stórt skref á þessum tíma sem Corona veiran hefur skekið heimsbyggðina. Við áætlum að byrja þjálfa fólk í kristilegri ráðgjöf, bæði Róma og Búlgarana með haustinu að öllu óbreyttu. Einnig að kenna ensku til barna með biblíusögum“.

Þau nefna að lokanir og samkomubann vegna Covid 19 hafi haft áhrif á störf þeirra:

„….sérstaklega Noru að vinna með play theraphy með börnum sem er ekki hægt að gera á netinu. Ég Gísli hef um 60% af mínum skjólstæðingum á Skype og höfum við getað notað EMDR þjálfunina sem við lukum rétt áður en við snerum aftur í Mars. Þessi aðferð hefur þegar umbreytt lífi margra.

Nora hefur verið dugleg að nota tímann að læra tungumálið og notað þorpsbúa til að æfa sig á. Þetta hefur leitt til þess að hún hefur getað deilt trú sinni og beðið með sumum hér. Hún sem dæmi hitti eldri konu sem hefur þjást af svima. Þessi eldri kona biður hana að biðja fyrir sér svo Nora eyddi kvöldstund með henni of dóttur hennar þar sem þær báðu saman. Einnig er einn nágranni okkar, 76 ára gamall maður sem þjáist af liðagigt Nora hefur beðið með honum nokkrum sinnum.

Við erum líka að kynnast Róma samfélaginu smátt og smátt. Við komumst að því að nágranni okkar sem er Róma er kristinn og söfnuðurinn sem hann tilheyrir er að byggja litla kirkju og þeim vantaði leir flísar á þakið. Við buðumst til að gefa þeim gömlu flísarna sem komu af þakinu okkar þegar við endurnýjuðum það, þeir komu einn sunnudag með hestvagna til að sækja flísarnar.
Nora er hefur byrjað að kenna ensku til þessara Róma nágranna okkar og er hún afar spennt fyrir þessu starfi.“

Í bréfinu segja þau einnig frá byggingarframkvæmdum og flutingum sem þau standa í

Við minnum kristniboðsvini á að biðja fyrir Gísla og Noru og fólkinu sem þau starfa á meðal í Búlgaríu