Fréttir fá Noru og Gísla Jónssyni í Búlgaríu

Hjónin Nora og Gísli Jónsson starfa sem kristniboðar og ráðgjafar m.a meðal Rómafólks í Búlgaríu. Kristniboðssambandið styrkir þau með fjárframlögum og fyrirbæn. Þau senda reglulega fréttir frá starfi sínu og hér má lesa nýjasta fréttabréfið þeirra. Hægt er að styrkja starf þeirra í gegnum Kristniboðssambandið

Við heilsum ykkur kæru vinir í frelsarans nafni.
Heimsfaraldurinn er eins og sagan endalausa, enginn getur sagt til eða giskað á hvenær þessu lýkur nema Guð einn. Skjólstæðingar okkar sem aðrir hafa orðið fyrir barðinu á þessum faraldri á ýmsa vegu. Með félagslegum takmörkunum og einangrun, fjarlægðar mörkum og ekki hægt að dvelja með ástvinum svo eitthvað sé nefnt.
Þessar takmarkanir hafa líka haft áhrif á okkur, við getum ekki hitt skjólstæðinga í eigin persónu, við erum töluvert félagslega einangruð og getum ekki ferðast til að hitta fjölskyldu og vini á Írlandi og heima á Íslandi. Við upplifum einmannaleika hér og einangrun vegna þessara takmarkana, en við erum vongóð að þetta taki allt enda og við getum ferðast á ný.
 
Við lifum enn í voninni að geta byrjað að kenna kristilega ráðgjöf í september. Við vonumst til að geta verið með 6-8 einstaklinga sem munu dvelja hjá okkur yfir langa helgi einu sinni í mánuði. Noru hefur gengið vonum framar að skrifa kennsluefnið fyrir ráðgjafanámið. Þetta er mikil vinna og leita þarf efnis víða og lesa mikið af efni.     
 
Við erum afskaplega þakklát fyrir margt, eins og heilsuna okkar og í fjölskyldunni okkar á Írlandi og heima á Íslandi. Bróðir Noru gekkst undir heila aðgerð sem gekk vel og er hann á góðum batavegi. Við erum þakklát fyrir Glenabbey kirkjuna okkar fyrir góðan og djúpan boðskap. Að geta tengst heimahópnum okkar á zoom vikulega. Að vera hluti af ráðstefnu UFM, þar sem leiðtogar, kristniboðar og bænafólk var saman komin á zoom. Og ekki síðast en síst að fá pósta skilaboð og gjafir sem okkur hefur borist. Við höfum byrjað að sækja kirkju hér nálægt okkur sem við sækjum reglulega. Þau hafa tekið vel á móti okkur, fjárfest í þýðingar búnaði og setja enskan texta á skjáinn í lofgjörðinni. Þetta hjálpar mikið að vera hluti af söfnuðinum.
 
Jesaja 43:5-7
5 Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Ég kem með niðja þína úr austri og safna þér saman úr vestri. 6 Ég segi við norðrið: „Lát fram!“ og við suðrið: „Haltu þeim eigi! Flyt þú sonu mína úr fjarlægð og dætur mínar frá endimörkum jarðarinnar: 7 sérhvern þann, sem við nafn mitt er kenndur og ég hefi skapað mér til dýrðar, sérhvern þann, er ég hefi myndað og gjört!“
 
Lofgjörð í kirkjunni sem við sækjum
Við höfum búið hér nú eitt ár samfleytt í Topolchane. Í upphafi tókum við þá ákvörðun að meðhöndla alla með kærleika, hvort sem er Róma eða Búlgarar. Þetta er eitthvað sem sum börn hafa ekki getað höndlað. Þau kunna sér lítil mörk, vaða inn í persónu rýmið okkar. Það er eins og þau geta ekki valdið athyglinni sem við gefum þeim. Þetta er lítill hópur sem hefur verið til vandræða séstaklega fyrir Noru þegar hún gengur með hundinn. Búlgarar hundsa almennt Róma fólkið, þannig þegar við gefum þeim athygli það þá er það virkilega spennandi fyrir þau. Það voru nokkrir strákar frá mjög fátækum fjölskyldum sem voru farnir að veita Noru eftirför og virkilega ónáða hana. Við viljum taka það fram að flestir eru virkilega vinalegir og vilja kynnast meira þessum útlendingum.
Við tókum þá ákvörðun að leita hjálpar hjá einum Róma vini sem þekkir vel til staðhátta. Hann kallaði saman 3 leiðtoga frá einni Róma kirkjunni hér úr þorpinu einn sunnudags morgun. Einn af þessum mönnum ákvað að ganga með Noru næstu daga til að sjá hvort hann þekkti til þessara drengja. Hann þekkti þá talaði við þá og foreldra þeirra og nú hefur þessum ófriði lokið. Það er gaman að segja frá því að þennan mann hafði dreymt draum nokkrum dögum áður þar sem honum fannst Guð biðja hann að hjálpa konu í Topolchane. Þetta var líka borið upp í öllum Rómahverfunum um hér í þorpinu til að upplýsa að við erum hluti af þeim af þeim, kristin. Þetta hefur hjálpað okkur að byggja upp sterkari og dýpra samband við Rómasamfélagið hér.
 
Okkur áskotnuðust nokkurir tugir af Jóhannesar guðspjallinu á Búlgörsku. Við höfum verið að gefa þetta til þeirra sem við höldum vilji lesa þetta. Nora hefur verið að heimsækja eldri konu og dóttur hennar um nokkurra mánaða skeið. Þessari eldri konu sem er 92 hrakaði hratt sökum Alzimers. Nora hefur heimsótt hana og lesið fyrir hana guðspjallið og hún hefur virkilega hlustað og brugðist við bænum Noru. Þessi heiðurs kona lést nú fyrir skömmu og virtist hún fara í friði. Einnig hefur þetta vakið umræðu forvitni og spurningar með dóttur konunnar og föðurbróður hennar, hver er okkar Guð. Nora notaði tækifærið og vitnaði fyrir þeim.
Nora að lesa Jóhannesar guðspjallið fyrir Myka
Það eru ýmsar hefðir hér. Ein er að á sunnudögum í mars ganga börn og fullorðnir um klæddir búningum með bjöllum á og með grímur. Þessi siður er til að reka út illa anda, sum barnanna verða virkilega hrædd við þetta. Hér má sjá eina stúlku sem er langömmubarn konunnar sem dó. Við höfum beðið gegn þessu, aðeins í Jesú nafni verður illum öndum kastað út.
Síðan heimsfaraldurinn skall á fyrir ári hefur ráðgjöfin verið mjög krefjandi. Þar sem við hittum einstaklinga einungis á netinu er ýmsar aðferðir sem við getum ekki notað, svo sem leikföng og skapandi aðferðir.
Sumir kristnir skjólstæðingur á virkilega erfitt að taka við eða á móti náðinni sem okkur er gefinn hvern dag og kærleika Guðs. Við viljum lyfta upp í bæn 42 ára gamalli konu sem hefur verið töluvert mikil áskorun. Hún hefur upplifað mikil áföll í barnæsku, en vandamálið er að hún hefur engar minningar frá þessum tíma. Það eina sem hún man er nokkur sumur sem barn þegar hún dvaldi með hjá ömmu sinni og afa. Hana langar að kynnast manni og stofna fjölskyldu, en hún á erfitt með að vera nálægt karlmönnum. Hún á erfitt með að tengjast tilfinngum sínum og almennt tengjast öðrum einstaklingum. Stundum upplifir hún að lífið sé ekki þess vert að lifa. Hún tekst á við daginn mikið með því að horfa á myndbönd af fórnarlömbum og einstaklingum sem hafa upplifað mikil áföll.
Við erum afskaplega þakklát fyrir nýja tækni sem við lærðum á síðasta ári, EMDR (Eye Movement Desensitization Reprocessing) þessi aðferð er mjög hjálpleg við einstaklinga eins og hana. Hún hefur upplifað tilfinningar og líkamlega skynjun. En því miður eru þessar tilfinningar og skynjun allar neikvæðar.
Það eru sterkar vísbendingar fyrir allskonar misnotkun líkamlegar, tilfinningalegar og það eru sterkar vísbendingar að hún hafi upplifað nauðgun sem barn. Hún hefur varið sig svo vel og bælt allar tilfinningar og minningar. Ég hef hvatt hana til að leyfa Jesús að koma inn í þessar aðstæður og er hún smátt og smátt að gefa eftir stjórnina. Vinsamlega hafið hana í huga í bænum ykkar, að hún taki á móti kærleika og náð Guðs.
 
Bréf Páls til Kólossumann 3:17
17 Hvað sem þér gjörið í orði eða verki, gjörið það allt í nafni Drottins Jesú og þakkið Guði föður fyrir hann.
 
Við metum mikils vináttu, bænir ykkar og stuðning. Við getum lítið áorkað án þessa.
 Við lofum Guð fyrir.. Heilsu okkar, öryggi og hvernig Hann sér fyrir okkur
Svör við bænum við miklum áskorunum sem við tökumst á við
Biðjið með okkur fyrir…  Konunni sem við nefndum hér að ofan
Skjólstæðingi sem ólst upp í trú á Jesú en hefur misst trúna vegna þess að hún upplifir sig að vera aldrei nógu góð. Hún leifir mér þó að nota Jesús í ráðgjöfinni
Hjónaböndum, sérstaklega hjónaböndum sem eru blönduðu þjóðerni
15 ára strák sem á erfitt með að tengjast öðrum krökkum. Hann á líka erfitt með að stunda nám sem er nú allt á netinu.
Samböndum sem við erum að byggja upp hér í þorpinu, að við verðum góður vitnisburður.
Fleiri verkamönnum hér með okkur
Ef þið hafið einhverjar spurningar um hvað sem er um starfið ekki hika við að hafa samband
 
Og ef þið viljið styrkja starfið þá er það hægt hjá þessum aðilum hér að neðan
Guð blessi ykkur
Fossaleyni 14 – 112 Reykjavík
sími 567 8800
kristskirkjan@kristskirkjan.is
Kærleikssjóður
Kennitala: 560106-1140, banki 0114-15-381266.
Merkt Gísli & Nora Jónsson
Samband íslenskra kristniboðsfélaga
Háaleitisbraut 68
103 Reykjavík
Netpóstur: sik@sik.is
Sími; +354 533 4900
Heimasíða; www.sik.is
Merkt Gísli & Nora Jónsson