Fræðslukvöld í Kristniboðssalnum 28. apríl kl. 20

Miðvikudagskvöldið 28. apríl verður fræðslukvöld í Kristniboðssalnum kl. 20. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju ætlar að rýna með okkur í dæmisöguna um týnda soninn.

Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt eða treysta sér ekki á staðinn má fylgjast með fræðslunni í streymi á facebook síðu SÍK. Við minnum líka á að hægt er að taka þátt í samskotum með því að að leggja inn á gjafareikning SÍK 0117- 26- 002800 kt. 550269- 4149