Föstudagsklúbburinn

Leifur1Föstudaginn 2. október verður fyrsti fundur Föstudagsklúbbsins. Föstudagsklúbburinn er starf í Kristniboðssalnum fyrir alla krakka 10 -14 ára. Fundir eru annan hvern föstudag kl. 18- 19:30. Í Föstudagsklúbbnum læra krakkarnir að lesa í Biblíunni, spjalla saman um Guð og lífið og fræðast um kristniboðið. Farið er í leiki, búin til leikrit, brjóstsykursgerð, pizzukvöld, stuttmyndagerð og margt fleira skemmtilegt.
Umsjón með Föstudagsklúbbnum hafa Harpa Vilborg R. Schram og Hans Patrekur Hansson. Allir krakkar, 10-14 ára, eru velkomnir!