Fjölskyldusamvera í Kristniboðssalnum 5. nóvember

Kristniboðssambandið og Íslenska Kristskirkjan standa í sameiningu að fjölskyldusamverum fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Næsta samvera verðyr sunnudaginn 5. nóvember kl. 17. Á þessum samverum er lögð áhersla á að fjölskyldur, fólk á öllum aldri geti komið saman og notið samfélags. Mikill söngur, leikir, leikrit, frásögur úr Biblíunni, kristniboðsfræðsla svo eitthvað sé nefnt. Eftir samveruna sem tekur akki meira en klukkustund verður boðið upp á ljúffenga máltíð á vægu verði svo enginn þarf að hlaupa eim að elda á eftir.

Við hvetjum kristniboðsvini til að fjölmenna með börn og barnabörnog tengja þannig komandi kynslóðir við starfið okkar.

Verð fyrir matinn: Fullorðinr 2000kr, 6- 17 ára: 1000kr, frítt fyrir yngri en 6 ára og hámark 5000 kr á fjölskyldu

Allir hjartanlega velkmonir!