Categories
Óflokkað

Fjölskyldumót í Vatnaskógi

Helgina 11.- 13 október mun Kristniboðssambandið ásamt Íslensku Kristskirkjunni halda haustmót í Vatnaskógi. Dagskráin verður sniðin fyrir fólk á öllum aldri og verður sérstök dagskrá fyrir börnin. Verði verður stillt í hóf en nánari upplýsingar um það og nákvæmari dagskrá munu birtast hér á næstu dögum. Við hvetjum okkar fólk til að taka helgina frá og njóta samfélagsins og þess sem Skógurinn hefur upp á að bjóða. Skráning fer fram í gegnum netfangið helga.vilborg@sik.is