Fjölbreytt dagskrá á samkomu í kvöld. Ræðumaður: sr. Magnús Björnsson

Það verður mikið um að vera á samkomu í Kristniboðssalnum í kvöld kl. 20 þar sem við munum beina sjónum okkar að starfi meðal innflytjenda. Sr. Magnús Björnsson prestur í Breiðholtskirkju segir frá fjölmenningarstarfi kirkjunnar og hefur hugleiðingu og viðtal verður sýnt við Janet Sewell kristniboða í London. Hún starfar fyrir Lausanne hreyfinguna og aðstoðar einnig eiginmann sinn í starfi meðal farsi mælandi íbúa í London. Einnig fáum við heimsókn frá biblíuskólanum Fjellheim í Noregi og heyrum vitnisburð frá einum nemanda.Verið hjartanlega velkomin 😊