Fjallað um Jóhannes Markús á samkomu í kvöld

posted in: Óflokkað | 0
Myndin er fengin af síðunni ubdavid.org

Almenn samkoma verður í Kristniboðssalnum kl. 20 í kvöld. Ræðumaður er Haraldur Jóhannsson læknir sem mun fjalla um eina af persónum Postulasögunnar, Jóhannes Markús. Komum saman til að fræðast og fá hvatningu á vegi trúarinnar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Kaffi og meðlæti eftir samkomuna.