Miðvikudagskvöldið 3.maí kl. 20 er samkoma í Kristniboðssalnum.Hjónin Kamilla Hildur Gísladóttir og Guðmundur Karl Brynjarsson munu koma og segja frá ferð sinni til Eþíópíu í febrúar sl. í máli og myndum. Einnig mun Guðmundur Karl tala út frá 12. kafla Markúsarguðspjalls, vers 28- 44 undir yfirskriftinni: Að elska Guð og náungann.
Eftir samkomuna er boðið upp á kaffi og samfélag.
Allir hjartanlega velkomnir