Fátækum konum hjálpað til sjálfshjálpar

Kristniboðssambandið styður fátæk börn í Addis Abeba með hjálp margra einstaklinga sem gefa mánaðarlega til verkefnisins. Verkefnið kallast „Af götu í skóla“ og felst í því að hjálpa börnum og fjölskyldum þeirra til sjálfshjálpar. SamtökinMy sisters“ (Systur mínar) og Hope for children“ (Von handa börnum) sjá um verkefnið.

Samtökin My sisters bjóða bjóða konum upp á hárgreiðslu- og leikskólakennaranám. Nýlega útskrifuðust 12 leikskólakennarar og 17 hárgreiðslukonur. Myndirnar eru frá útskriftinni.

Allir nemendurnir hafa fengið vinnu og geta nú séð fyrir sér og fjölskyldum sínum.

Nám og vinna veitir konunum sjálfstæði og þær geta veitt börnum sínum öryggi og tryggt þeim skólagöngu. Orðspor samtakanna berst víða og nú er svo komið að ekki er hægt að taka við öllum sem sækja um námið. Norðmenn eru að safna fyrir skólabyggingu svo hægt verði að taka á móti fleiri nemendum.

Öllum sem styðja starfið Af götu í skóla er hér með þakkaður stuðningurinn.

Hægt er að kaupa gjafakort hjá Kristniboðssambandinu sem heitir Af götu í skóla. Andvirði þess rennur til að hjálpa börnum hjá þessum samtökum í Addis Abeba.

Einnig er hægt að styðja verkefnið með mánaðarlegu framlagi. Að hjálpa einu barni kostar 3.500 kr. á mánuði og hægt er að láta draga upphæðina af greiðslukorti sínu. Hafa má samband við skrifstofuna á Háaleitisbraut 58-60 eða í síma 5334900.