Fagnaðarerindið á öldum ljósvakans- heimsókn frá Bandaríkjunum

13.- 17. september nk. eigum við von á góðum gesti frá Bandaríkjunum en það er Ron Harris frá MEDIAlliance kristniboðssamtökunum í Dallas, Texas. MEDIAlliance samtökin vinna að kristniboði út um allan heim með því að kenna og leiðbeina kirkjum og kristilegum samtökum hvernig nýta má sem best ljósvakamiðla þe. fjölmiðla ýmiskonar, sjónvarp, útvarp og samfélagsmiðla, til boðunar fagnaðarerindissins. Til stendur að teymi frá MEDAlliance komi hingað til lands á vordögum og verði með ráðstefnu en Ron Harris sem er formaður og stofnandi samtakana kemur hingað núna til að undirbúa þessa ráðstefnu. Laugardaginn 14. september verður fundur með honum í Kristniboðssalnum kl. 11- 13 þar sem hann vill hitta sem flesta leiðtoga í kirkjum og kristilegu starfi og aðra sem áhuga hafa á málefninu til að geta betur áttað sig á stöðunni hér í þessum efnum og hvernig teymi frá MEDIAlliance myndi nýtast best hér. Hann mun einnig heimsækja útvarpsstöðina Lindina og einhverjar kirkjur og sunnudaginn 15. september kl 17 mun hann tala á samkomu í Kristniboðssalnum. Allir eru velkomnir á fundinn 14. sept. en gott væri ef þátttakendur sendu línu á helga.vilborg@sik.is til að skrá sig þar sem boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Ron Harris, formaður MEDIAlliance