Engin samkoma 2. janúar

Engin samkoma verður í Kristniboðssalnum miðvikudagskvöldið 2. janúar en fyrsta samkoma ársins verður 9. janúar kl. 20. Áhersla verður þá á bænina og Skúli Svavarsson og Vigfús Ingvar Ingvarsson segja frá ferð sinni til Keníu, þar sem þeir tóku þátt í hátíðarhöldum vegna 40 ára afmælis starfsins í Pókothéraði og heimsóttu fleiri staði.