Engin kaffisala á kristniboðsdaginn

Í dag hefði kaffisala kristniboðsfélags karla átt að fara fram í tilefni af kristniboðsdeginum. Fjáraflanir af þessu tagi eru Kristniboðssambandinu mikilvægar þar sem við fáum ekki neina fasta opinbera styrki og starfið að mestu rekið á gjafafé fra hópum og einstaklingum fyrir utan þessar stóru fjáraflanir. Vegna samkomuhafta fellur hver fjáröflunin niður af annarri sem hefur mikil áhrif á tekjur SÍK á sama tíma og gengi hækkar og við þurfum að standa skil á skuldbindingum í verkefnum okkar erlendis.Við skorum á ykkur sem annars hefðu komið á kaffisölu í dag til þess að styrkja starfið með því að leggja inn á gjafareikning Kristniboðssambandsins það sem hefði farið í að borga fyrir kaffi. Svo má hella upp á heima, skella í skúffuköku eða vöfflur og njóta dagsins með fjölskyldunni.

Munum að Guð blessar og elskar glaðan gjafara❤️

Gjafareikningur SÍK: 0117- 26- 002800, kt. 550269- 4149