Dagskrá Löngumýrarmótsins 17. – 19. júlí 2020

Löngumýrarmót

Árlegt sumarmót Kristniboðssambandsins verður, eins og verið hefur í áratugi, að Löngumýri í Skagafirði dagana 17.-19. júlí. Dagskrá mótsins hefst á föstudagskvöldi um kl. 21 þar sem Katrín Ásgrímsdóttir skógræktarbóndi hefur hugleiðingu. Á laugardagsmorgun kl. 10 verður Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri með biblíulestur og kristniboðsstundin kl. 17 verður í umsjá Skúla Svavarssonar kristniboða og Vigfúsar Ingvars Ingarssonar fyrrum sóknarprests. Vintisburðarstund verður að venju kl. 21 um kvöldið. Á sunnudag er messa í Miklabæjarkirkju þar sem séra Dalla Þórðardóttir þjónar og séra Ólafur Jóhannsson prédikar. Ólafur mun einnig hafa hugvekju á lokastundinni kl. 14

 Tekið er á móti skráningu á mótið á staðnum í síma 453 8116 eða 861 9804. Takmarkaður fjöldi svefn plássa er innan húss en auk þess góð tjaldstæði utan dyra. Þar má einnig fá uppgefið verð fyrir gistingu og fæði, saman eða sér.