Utanríkisráðuneytið styrkir frekari byggingaframkvæmdir stúlknaframhaldsskólans í Propoi

Þróunarsamvinnusvið utanríkisráðuneytisins hefur svarað umsókn um styrk til byggingaframkvæmda við stúlknaframhaldsskólann í Propoi jákvætt. Sótt var um 8,8 milljónir og var samningur undirritaður þar um fyrir síðustu helgi. Framlag Kristniboðssambandsins er um 1,2 milljónir og framlag heimamanna um 3,5 milljónir íslenskra króna. Um er að ræða að ljúka byggingu skrifstofubyggingar sem er á tveimur hæðum og verða skólastofur á efri […]

Lesa meira...

Engin samkoma 2. janúar

Engin samkoma verður í Kristniboðssalnum miðvikudagskvöldið 2. janúar en fyrsta samkoma ársins verður 9. janúar kl. 20. Áhersla verður þá á bænina og Skúli Svavarsson og Vigfús Ingvar Ingvarsson segja frá ferð sinni til Keníu, þar sem þeir tóku þátt í hátíðarhöldum vegna 40 ára afmælis starfsins í Pókothéraði og heimsóttu fleiri staði.

Lesa meira...

Stefnir í halla um áramót

SÍK eða Samband íslenskra kristniboðsfélaga vinnur að útbreiðslu kristinnar trúar hér heima og í útlöndum og sinnir kærleiksþjónustu bæði hér og þar. Starfsemi SÍK er umfangsmikil og kostar verulega fjármuni. Fjárhagsleg afkoma eftir fyrstu 9 mánuði ársins var óhagstæð og ef litið er til fastra gjalda stefnir í nokkurra milljón króna halla þrátt fyrir góðar gjafir sem borist hafa. Rekstrarkostnaður […]

Lesa meira...

Jólagjöf til kristniboðsins 2018

Ágætu kristniboðsvinir Við leyfum okkur nú í aðdraganda jóla, eins og í sumarbyrjun, að leita til ykkar um stuðning við kristniboðsstarfið. Með starfi  og þjónustu Kristniboðssambandsins viljum við auðga líf þeirra sem við náum til með boðun og kærleiksþjónustu. Við auðgum líf fólks með því að boða fagnaðarerindið um kærleika Guðs í Jesú Kristi. Boðskapurinn hefur umbreytt lífi tugþúsunda á […]

Lesa meira...

Það bar til um þessar mundir

Jólaguðspjallið er fallegur texti. Eiginlega er það eins og fallegt ævintýr. Ævintýri hefjast oft á orðunum:  Einu sinni var. Jólaguðspjallið gerir það ekki. Jólaguðspjallið hefst á orðunum: Það bar til um þessar mundir. Því að þó að það sé fallegt eins og ævintýri, þá er það ekki ævintýri. Það er ekki einu sinni fyrst og fremst saga frá löngu liðnum […]

Lesa meira...

Kristnir sérfræðingar eiga mikinn þátt í kirkjuvexti í Kína

Kirkjan í Kína hefur vaxið mikið á liðnum áratugum, ekki síst vegna nærveru erlendra, kristinna sérfræðinga. En nú er svo komið að þessir sérfræðingar eru þvingaðir til að yfirgefa landið. Í viðtali við World Magazine segir Brent Fulton, stofnandi fréttamiðilsins ChinaSource, sem hefur fylgst grannt með þróun mála í Kína í rúm 30 ár, frá því að margt kristið fólk […]

Lesa meira...

Aðventukvöld Kristniboðsfélags karla 10. desember

Aðventufundur Kristniboðsfélags karla, sem er öllum opinn, óháð kyni og aldri, verður mánudaginn 10. desember kl. 19 í Kristniboðssalnum. Fundurinn hefst með borðhaldi, úrvals lambapottrétti, og kostar 2.500 á mann. Að loknum matnum flytur séra Frank M. Halldórsson hugleiðingu. Skráning fer fram á skrifstofu SÍK, sími 533 4900 eða með tölvuposti á sik@sik.is. Skráningu lýkur föstudaginn 7. desember á hádegi.

Lesa meira...
1 2 3 4 5 13