Kristur og ég – Kristniboðsvikan 2016

„Kristur og ég“ Kristniboðsvika 28. febrúar – 6. mars Árleg kristniboðsvika verður haldin í Reykjavík 28. febrúar til 6. mars. Dagskráin verður fjölbreytt þar sem fram kemur fjöldi fólks. Kristniboðsvinir eru hvattir til að biðja fyrir samkomunum og taka þátt í þeim. Yfirskrift vikunnar er „Kristur og ég“ sem minnir á andlega vídd starfsins auk þess að minna á margvísleg verkefni […]

Lesa meira...

Útvarpskristniboð hefur áhrif

Ég heiti Mara. Þetta er sagan mín. Ég var lítil stúlka, 13 ára. Ég bjó við öryggi og lífið var gott. En dag einn kom ókunnur maður í heimsókn til föður míns. Þeir sátu allan daginn og töluðu saman, hlógu og rökræddu. Ég vissi ekki að um kvöldið ætti ég eftir að verða brúður þessa manns. Daginn eftir þurfti ég […]

Lesa meira...

Hungursneyð vofir yfir í Ómó Rate

Karl Jónas Gíslason, (Kalli) kristniboði, er nú að störfum í Ómó Rate í Suður-Eþíópíu ásamt tveimur sjálfboðaliðum, Kristínu Gyðu Guðmundsdóttur og Agli Erlingssyni. Þau hafa verið án netsambands undanfarnar vikur en í dag fréttist af þeim. Þau voru að fara til Bubua en þar voru aðeins konur og börn því karlarnir voru að leita að mat. Hungursneyð virðist vofa yfir. […]

Lesa meira...

Sjónvarpskristniboð

Segir biblíusögur með pensli Barnarásin á Sat-7 sendir út þáttinn Lilla málar. Hann var frumsýndir í sumar í Íran. Areezoo sem býr til þættina vill boða börnum fagnaðarerindið með því að mála og segja frá um leið. Hver þáttur er 20 mínútna langur og tekur fyrir eina sögu úr Biblíunni. Arezoo er með alls konar liti og pensla hjá sér […]

Lesa meira...

Af götu í skóla

Karl Jónas Gíslason kristniboði er nú við störf í Eþíópíu ásamt sjálfboðaliðum. Páll Ágúst Þórarinsson skrifaði eftirfarandi eftir heimsókn til samtakanna My sisters í Addis Abeba. Við heimsóttum samtökin My sisters en Kristniboðssambandið er styrktaraðili þeirra. My sisters eru samtök sem sinna ýmsum verkefnum í nærsamfélagi sínu. Þau verkefni eru margbreytileg en snúa aðallega að börnum og mæðrum þeirra. Þegar […]

Lesa meira...

Haustmisseri Biblíuskóla SÍK að hefjast

Haustmisseri Biblíuskóla SÍK hefst með kynningarfundi miðvikudaginn 16. september kl. 18-19. Kynnt verður dagskrá haustmisseris og drög að dagskrá vormisseris. Meginþema haustsins verður Gamla testamentið en þema vorsins verður Nýja testamentið. Kynningin fer fram í kennslustofu í skrifstofuhúsnæði Kristniboðssambandsins, Háaleitisbraut 58-60, 2. hæð. Kennt verður á miðvikudögum kl. 18:00-19:50 frá 23. september til 25. nóvember. Nánari upplýsingar á skrifstofu SÍK, […]

Lesa meira...

Íslenskukennsla fyrir útlendinga í Kristniboðssalnum

Kristniboðssambandið býður, í samstarfi við Salt kristið samfélag, upp á ókeypis íslenskukennslu fyrir nýbúa nú á haustmisserinu. Kennt verður fyrir hádegi á þriðjudögum og föstudögum. Foreldrar geta tekið börn sín með sér þar sem boðið verður upp á barnagæslu. Markmiðið er að hjálpa fólki að skilja betur íslenskt samfélag og gera sig betur skiljanlegt. Hugsjónin hefur lifað með nokkrum sjálfboðaliðum […]

Lesa meira...

Afmælishelgi

Hið íslenska biblíufélag heldur upp á 200 ára afmæli sitt á morgun, laugardaginn 29. ágúst kl. 14 í Hallgrímskirkju. Fjölbreytt dagskrá í boði. Við hvetjum alla til að mæta á hátíðina og samgleðjast öðrum biblíuvinum landsins og kirkju Krists á Íslandi. Gídeonfélagið heldur síðan upp á 70 ára sfmæli sitt með samkomu í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg sunnudaginn […]

Lesa meira...

Fréttir frá Leifi kristniboða í Japan

Síðan við lentum í Japan hefur mestur tími farið í að flytja inn í nýja íbúð hér á Rokko island. En við erum orðin þrautþjálfuð í flutningum – Hannes sem byrjar í nýjum grunnskóla (í fjórða sinn) sagði við mig að hann væri orðin leiður á að vera sífellt að flytja. Og lái ég honum það ekki enda er þetta í […]

Lesa meira...
1 13 14 15 16