Posted on

Sumarmót á Löngumýri

Hið árlega sumarmót SÍK verður haldið helgina 19.-21. júlí á Löngumýri í Skagafirði. Dagskráin er fjölbreytt með áherslu á kristniboð og gott samfélag um Guðs orð. Á milli samverustunda verður tækifæri til að spjalla saman, njóta skagfirskrar náttúru eða láta sér líða vel í heita pottinum.

 Dagskrá: 

Föstudagur 19 . júlí

Kl. 21.00 Upphafssamkoma í umsjón Norðanmanna. Hugleiðing: Sigríður Halldórsdóttir.

Laugardagur 20. júlí

Kl. 10.00 Biblíulestur, Leifur Sigurðsson.

Kl. 11.00 Umræður í hópum.

Kl. 17.00 Kristniboðssamvera. Katrín Ásgrímsdóttir segir frá ferð til Pókot í Keníu í febrúar, Leifur Sigurðsson segir frá starfinu í Japan og Ólafur Jóhannsson hefur hugvekju.

Kl. 21.00 Vitnisburðar- og bænasamkoma í umsjón Kristniboðsfélags karla í Reykjavík. Lokaorð: Bjarni Gíslason

Sunnudagur 21. júlí

 Kl. 11.00  Guðsþjónusta í Sauðárkrókskirkju. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir þjónar fyrir altari og Bjarni Gíslason prédikar.

Kl. 14.00 Kveðjusamkoma. Ólafur Jóhannsson flytur hugleiðingu.

Skráning fer fram á Löngumýri í síma 453 8116 og þar eru veittar upplýsingar um verð. Unnt er að sofa úti á tjaldstæði eða inni og hafa með sér eigin mat eða kaupa að hluta eða öllu leyti.

Frekari upplýsingar um mótið fást á skrifstofu Kristniboðssambandsins, Háaleitisbraut 58-60, sími 533 4900, tölvupóstur sik@sik.is.

Posted on

Fræðslukvöld um bænina

Mynd: freeimages.com Mario ALberto Magallanes Trejo

Fræðslustundirnar um bænina halda áfram í kvöld kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Umfjöllunarefnið er „Bæn sem beiðni“, þ.e. þegar við biððjum fyrir okkur sjálfum, þörfum okkar og löngunum. Stundin er öllum opin, aðgangur ókeypis og samskot tekin til kristniboðsins. Kaffi og meðlæti eftir samkomuna. Verið velkomin.