Fræðslukvöld: María, Marta og við

posted in: Óflokkað | 0

Miðvikudaginn 27. nóvember verður fræðslukvöld kl 20 í Kristniboðssalnum. Það er María Ágústsdóttir prestur í Fossvogsprestakalli, sem fræðir okkur um nöfnu sína og systur hennar – og hvað við getum lært af þeim fyrir líf okkar og trúargöngu. Allir hjartanlega … Continued

Klúbburinn: Spilakvöld

posted in: Óflokkað | 0

Klúbburinn, æskulýðsstarf fyrir 11-13 ára, verður á sínum stað kl. 18:00 á morgun. Við munum hittast í Kristniboðsalnum og spila nokkur vel valin spil saman. Við munum líka fá svar við spurningunni: Hver var Jesús eiginlega? Sjáumst!

Utanríkisráðuneytið styrkir nýtt menntunarverkefni í Pókot í Keníu

posted in: Óflokkað | 0

Á mánudag undirrituðu Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍK, og Vilhjálmur Wiium hjá þróunarsamvinnusviði utanríkisráðuneytisins samning um byggingar við þrjá framhaldsskóla í norðurhluta Pókothéraðs á starfssvæði sem áður heyrði undir Kongelai. Byggðar verða heimavistir við tvo stúlknaskóla, lokið við heimavist við þann … Continued

Jólabasar á laugardag

posted in: Óflokkað | 0

Árlegur jólabasar Kristniboðsfélags kvenna verður í Kristniboðssalnum á laugardag, 16. nóvember, kl. 14-17 í Kristniboðssalnum. Fjöldi muna verður til sölu, smákökur og annað bakkelsi, happdrætti, kaffi og vöfflur.