Categories
Fréttir

Samkoma miðvikudag

Samkoma veður miðvikudaginn 27. september kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Gestir samkomunnar verða nemendur og kennari Biblíuskólans Fjellheim í Noregi. Nemendur kynna starf skólann. Ræðumaður er Jörgen Storvoll kennari við skólann. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir velkomnir.

Categories
Fréttir

Mikilvægt starf í Búlgaríu

Hjónin Gísli og Nora Jónsson starfa í Búlgaríu. Þau eru kristnir ráðgjafar og kennarar. Kristniboðssambandið styður starf þeirra. Hér koma molar úr fréttabréfi frá þeim. Við heilsum ykkur í frelsarans Jesú nafni. Það er ekki í frásögu færandi að við höfum búið í rótgrónu hverfi síðustu 6 árin, í gamalli blokk sem var byggð á […]

Categories
Fréttir

SAT-7 byrjar útsendingar á skólarás fyrir börn flóttamanna

Nýja rásin heitir SAT-7 ACADEMY og hefjast útsendingar á henni 1. september. Útsendingar verða allan sólarhringinn og námsefnið er á arabísku. Milljónir flóttamanna og barna þeirra munu með þessum útsendingum fá tækifæri til að taka þátt í gagnvirku „skólastarfi“. Talið er að þrettán milljón börn hafi, vegna stríðsátaka, þurft að yfirgefa heimili sín og skóla. […]

Categories
Fréttir

Samkoma miðvikudag og fimmtudag

Samkoma verður miðvikudaginn, 20. sept. kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Ræðumaður verður Oddvar Sövik frá Noregi. Hann talar einnig á samkomu fimmtudagskvöldið, 21. sept. kl. 20 á sama stað. Hann mun tala um bænina bæði kvöldin. Fólk er hvatt til að mæta og taka með sér gesti. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir hjartanlega […]

Categories
Fréttir

Kjötsúpa og samkoma

Miðvikudaginn, 13. september kl. 19, býður Kristniboðsfélag karla í kjötsúpu  í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Kjötsúpan kostar kr. 2000 á mann. Kl. 20 hefst samkoma á sama stað. Ræðumaður er Karl Sigurbjörnsson. Bryndís Schram Reed syngur og segir frá borðunarferð til Nikaragúa. Fólk er hvatt til að koma og bjóða með sér gestum.