Aukin áhersla á ungmennastarf

Innan Kristniboðssambandsins hefur lengi verið talað um að efla starf meðal ungmenna með það fyrir augum að efla áhuga og vitund um kristniboð í þeirri von að fleiri úr þeim hópi kynnist starfinu og kjósi að tengjast því. Kristniboðssambandið hefur staðið fyrir tíu kynnisferðum fyrir ungt fólk á kristniboðsakurinn síðustu tvo áratugi og hefur það verið mjög jákvætt og gott, […]

Lesa meira...

Eitt skólaverkefni tekur við af öðru í Keníu

Þær átta skólastofur sem reisa átti við fjóra grunnskóla á jaðarsvæðum Pókot og Túrkana eru nú risnar og verkefninu að mestu lokið. Unnið er að endurskoðun og lokaskýrslu sem væntanleg er á næstu vikum. Þá samþykkti þróunarsamvinnusvið Utanríkisráðuneytisins í haust umsókn SÍK um styrk við fyrsta byggingaráfanga framhaldsskóla fyrir stúlkur í Kamununo, fjalllendi í norðurhluta Pókot. Skólinn hóf störf í […]

Lesa meira...

Af götu í skóla

Kristniboðssambandið styður fátæk börn og konur í Addis Abeba með hjálp margra einstaklinga sem gefa mánaðarlega til verkefnisins. Verkefnið kallast Af götu í skóla og felst í því að hjálpa börnum og fjölskyldum þeirra til sjálfshjálpar. Samtökin My sisters (Systur mínar) sjá um verkefnið. Ayob litli er árs gamall. Líf hans byrjaði ekki byrlega. Móðir hans eignaðist hann 16 ára gömul […]

Lesa meira...

Jólahugvekja

Í 2. kafla Lúkasarguðspjalls er stærsta atburði í sögu mannkyns, sögu okkar, lýst í fáeinum setningum. „En það bar til um þessar mundir…“, þegar Ágústus var keisari í Róm og Kýreníus landstjóri á Sýrlandi, að boð kom um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina! Einmitt þá fór Jósef frá Galíleu ásamt Maríu heitkonu sinni, sem var þunguð og komin að fæðingu. […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn 19. desember kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er Konungur þinn kemur til þín. Ræðumaður er Kristján Valur Ingólfsson. Sagðar verða nýjar fréttur af kristniboðinu. Kaffi eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Jólabasarinn á laugardag

Hinn árlegi jólabasar Kristniboðsfélags kvenna verður haldinn laugardaginn 17. nóvember frá kl. 14 í Kristniboðssalnum, Miðbæ, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Hægt verður að kaupa kökur, handavinnu, ýmsa muni o.fl. Happdrættið verður á sínum stað. Einnig verður hægt að fá sér heitt súkkulaði, kaffi og nýbakaðar vöfflur. Þeir sem vilja gefa vörur eða kökur á jólabasarinn geta komið með það eftir […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Lofgjörðrasamkoma verður miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er: Áður fjarlæg,nú nálæg (Ef. 2.11-16). Ræðumaður er Helga Vilborg Sigurjónsdóttir. Kaffi eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Kristniboðsdagurinn á sunnudag

Kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar er á sunnudag. Er þess þá sérstaklega minnst og horft til kristniboðsstarfs Íslendinga nú og á liðnum árum. Útvarpsguðsþjónusta  dagsins verður frá Hjallakirkju þar sem Skúli Svavarsson kristniboði prédikar en séra Sunna Dóra Möller þjónar fyrir altari. Biskup Íslands hvetur presta og starfsfólk safnaða um land allt til að minnast kristniboðsins og  taka samskot til starfs Kristniboðssambandsins. Starfsmenn […]

Lesa meira...
1 2 3 4 5 30