Categories
Eþíópía Fréttir

Guðspjöllin gefin út á tsemakko

Stóru takmarki hefur verið náð í þýðingu biblíunnar á mál Tsemai manna í Voítódalnum. Frederik Hector , kristniboði sem er einn þeirra sem leitt hefur verkefnið segir svo frá: „Í dag er stór dagur í biblíuþýðingarverkefninu okkar. Það eru rúm sjö ár síðan við þýddum fyrsta versið og nú höfum við loksins náð því markmiði […]

Categories
Fréttir

Rafræn áskrift að Bjarma og Kristniboðsfréttum

Má bjóða þér rafræna áskrift?Nú er hægt að fá rafræna áskrift að bæði Kristniboðsfréttum, fréttabréfi kristniboðssambandsins og einnig Bjarma, tímariti um kristna trú, sem Salt ehf, bókaútgáfa Kristniboðssambandsins gefur út.Áskrift að Kristniboðsfréttum kostar ekkert, hvort sem um er að ræða hefðbundna áskrift eða rafrænaRafræn áskrift að Bjarma kostar 2950 kr á ári og eru það […]

Categories
Fréttir Heimastarf

Jósúa á fræðslukvöldi í Kristniboðssalnum

Þriðja miðvikudagskvöld hvers mánaðar eru fræðslukvöld í Kristniboðssalnum þar sem ákveðnir textar, rit, frásögur eða persónur Biblíunnar eru skoðuð. Miðvikudaginn 22. janúar mun Ragnar Gunnarsson fjalla um Jósúa. Eftir samveruna er boðið upp á kaffi og meðlæti. Stundin hefst kl 20 og allir hjartanlega velkomnir

Categories
Fréttir Heimastarf

Samverur á miðvikudögum í febrúar- dagskrá

Öll miðvikudagskvöld eru samkomur í Kristniboðssalnum kl 20. Samkomurnar hafa mismunandi áherslur og þemu. Á öllum samverunum gefst tækifæri til að gefa til starfsins og að þeim loknum má setjast niður með kaffibolla og meðlæti og spjalla og njóta samfélagsins. Það eru allir hjartanlega velkomnir á þessar samverur. 5. febrúar Almenn samkoma Fyrsta miðvikudag hvers […]

Categories
Fréttir Heimastarf

Lofgjörð og bæn 15. janúar

Miðvikudagskvöldið 15. janúar kl 20 verður lofgjörðar og bænasamvera í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58- 60. Mikill söngur , lofgjörð og bæn fyrir nýja árinu. Boðið verður upp á fyrirbæn. Sveinbjörg Björnsdóttir hefur vitnisburðHelga Vilborg Sigurjónsdóttir og Bjarni Gunnarsson leiða lofgjörðinaEftir samveruna má svo setjast niður með kaffibolla og meðlæti og njóta samfélagsins Verið hjartanlega velkomin