Prédikarar í Pókot á námskeiði

Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins heimsækir þessa dagana Pókothérað í Keníu m.a. til að kenna á námskeiðum í Kapengúría. Námskeið fyrir prédikara kirkjunnar hófst á mánudaginn. Nemendurnir eru tæplega sextíu og kennararnir fjórir frá Keníu, Tansaníu, Noregi og Íslandi. Hér má sjá myndir sem Ragnar tók.

Lesa meira...

Kirkjuvígsla í Pókot

Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins heimsækir þessa dagana Pókothérað í Keníu til að kenna á námskeiðum í Kapengúría og fylgja eftir ýmsum verkefnum. Með honum í för eru Katrín Ásgrímsdóttir, Gísli Guðmundsson og Fanney Gísladóttir. Hægt er að fylgjast með ferðinni á fésbókarsíðu SÍK. Einn af þeim stöðum sem þau hafa heimsótt er stúlknaframhaldsskólinn í Kamununo. Þar er verið er að […]

Lesa meira...

Alfa námskeið

Alfa er námskeið sem kannar kristna trú. Hver kennsla tekur fyrir mismunandi spurningar um trú og er sett fram til að skapa umræðu. Námskeiðið er 10 vikur og er dagskráin einföld: Brunch – kennsla – umræður. Námskeiðið er haldið á laugardögum kl. 11-13 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60 og er ókeypis og öllum opið. Myndbandskennsla fer fram á ensku með íslenskum […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn 30. janúar kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Skúli Svavarsson, sem er nýkominn frá Keníu, segir frá starfinu í Pókot. Ragnar Gunnarsson flytur hugvekju um persónu í Biblíunni. Kaffi eftir samkomu. Allir velkomnir.

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn 23. janúar kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitsbraut 58-60. Þetta er lofgjörðarsamkoma og mun Þórarinn Ólafsson tenór syngja. Hugvekju flytur Halldóra Lára Ásgeirsdóttir. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir velkomnir.

Lesa meira...

Fræðslukvöld miðvikudag

Miðvikudaginn 16. janúar verður ekki hefðbundin samkoma í Kristniboðssalnum heldur fræðslukvöld kl. 20. „Hvað með náðargjafirnar?“ Guðlaugur Gunnarsson guðfræðingur, kerfisfræðingur og kristniboði fjallar um efnið. Umræður og fyrirspurnir í lokin. Kaffi á eftir. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.  

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn 9. janúar kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Skúli Svavarsson og Vigfús Ingvar Ingvarsson segja frá hátíðarhöldum í tilefni af 40 ára afmæli kristniboðsins í Pókot í Keníu. Þeir tóku þátt í hátíðarhöldunum í síðasta mánuði. Allir eru hjartanlega velkomnir. Kaffi og meðlæti eftir samkomu.

Lesa meira...

Sjónvarpskristniboð – Von handa vonlausum ungmennum

Stór hluti ungs fólks í Mið-Austurlöndum þarf að yfirstíga miklar hindranir á sviði menntunar, atvinnu og einkalífs. Margir upplifa mikið vonleysi. Ungmennaþættir SAT-7 hvetja unga fólkið til að beina sjónum sínum að Jesú Kristi og leita vonar í honum. 15-30 ára fólk í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku er hærra hlutfall íbúa en nokkru sinni fyrr. Þetta nettengda unga fólk þráir að […]

Lesa meira...
1 2 3 4 30