Categories
Fréttir

Búið að skila tæknibúnaði Sat-7 í Kaíró

sat7 búnaður1Laugardaginn 10. október sl. réðust fulltrúar egypskra yfirvalda inn í kvikmyndaver Sat-7, kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar, í Kaíró og gerðu upptækar kvikmyndatökuvélar og búnað til sjónvarpsútsendinga. Yfirmaðurinn, Farid Samir, var yfirheyrður í sex klukkustundir.

Yfirvöld skiluðu búnaðnum aftur þann 28. janúar, meira en þremur mánuðum eftir að lögreglan tóku hann. Starf sjónvarpsstöðvarinnar í Egyptalandi hefur verið lömuð eftir að búnaðurinn var tekinn. Engar beinar útsendingar og lítið verið framleitt af nýju efni. Arabíska rásin og barnarásin hafa sent beint frá kvikmyndaverinu í Líbanon.

„Við erum þakklát fyrir að fá tæki okkar og tól tilbaka í góðu ástandi, auk sjónvarpsefnis sem við unnum að,“ segir Farid Samir.

„Undanfarnar vikur höfum við verið undir andlegu álagi en stuðningur kirkjunnar um allan heim hefur verið okkur hvatning. Við hlökkum til að halda starfinu áfram og þjóna Guði. Við þökkum fyrirbæn og stuðning og biðjum þess að starfið geti hafist að fullu aftur“, segir Farid Samir.

Ekki er enn vitað hvers vegna lögreglan taldi sér skylt að fjarlægja búnað stöðvarinnar en starfsfólkið er þakklátt fyrir allan stuðning sem það hefur fengið og fyrirbæn.sat7 búnaður2