Breytingar á stjórn á aðalfundi

IMG_2270

Aðalfundur SÍK var haldinn miðvikudaginn 13. maí. Þar fóru fram venjuleg aðalfundarstörf, skýrslur og reikningar kynntir og ýmsir þættir starfs SÍK heima og erlendis ræddir. Í stjórn voru kosin þau Ólafur Jóhannsson, Birna Gerður Jónsdóttir og Haraldur Þórðarson sem tóku sæti Haraldar Jóhannssonar formanns, Katrínar Ásgrímsdóttur varaformanns og Péturs Ásgeirssonar ritara en ekkert þeirra gaf kost á sér aftur. Í varastjórn voru kosnar þær Sveinbjörg Björnsdóttir og Ingveldur Ragnarsdóttir. Fundarmenn þökkuðu fráfarandi stjórnarfólki vel unnin störf. Ný stjórn mun koma saman á mánudagskvöld og skipta með sér verkum.

Á fundinum var samþykkt heimild til stjórnar um að kaupa húsnæði fyrir útibú Basarsins. Stjórnin hefur nýverið samþykkt að selja efri hæðina í Austurveri fyrir 15 milljónir króna. Þar verður þá lokað á milli og lyftan fjarlægð. (Á myndinni útskýrir Hermann Bjarnason gjaldkeri SÍK reikningana)

Viðbót: Stjórnin skipti þannig með sér verkum að Ólafur Jóhannsson er formaður, Birna Gerður Jónsdóttir varaformaður, Guðlaugur Gunnarsson ritari, Kristján Sigurðsson vararitari og Hermann Bjarnason gjaldkeri.