Barna- og ungmennastarf

Fyrir börn í 6.-8. bekk

Klúbburinn er kristilegt æskulýðstarf fyrir börn í 6.-8. bekk og hefst starfið þann 12. september 2019. Hver samvera tekur einhverja af sögum Biblíunnar til umfjöllunar, þar að auki verður lögð áhersla á að læra minnisvers og fá æfingu í að biðja saman í hópi. Þar að auki verður alltaf boðið upp á spennnandi viðburði á borð við, þrautir og keppnir, spilakvöld, keiluferð o.fl.

Umsjónarmaður starfsins er Ólafur Jón Magnússon starfsmaður SÍK og sérþjónustuprestur. Hann hefur mikla reynslu af störfum með börnum, unglingum og ungu fólki. Með honum verða aðstoðarleiðtogar. Allir leiðtogar þurfa að gangast undir könnun á sakavottorði í samræmi við kröfur æskulýðslaga um starfsfólk í æskulýðsstarfi.

Öll börn velkomin. Engin krafa gerð um félagsaðild eða sérstaka trúarafstöðu en kristin trú verður kynnt og iðkuð í starfinu.

Hér fyrir neðan gefur að líta bréf sem sent var til forráðamanna barna í 6.-8. bekk í hverfi 108.