Categories
Óflokkað

Björn Inge og UL á samkomu 18. september

Á samkomu annaðkvöld, miðvikudaginn 18. september fáum við að heyra frá ferð sem hópur ungmenna fór til Noregs í sumar. Undanfarin ár hefur íslenskum ungmennum verið boðið af ungliðahreyfingu NLM, sem eru systursamtök okkar í Noregi, að taka þátt í landsmóti þeirra sem í sumar var haldið í Kongeparken í Stavanger. Tæplega 20 ungmenni á aldrinum 16- 20 ára fóru á mótið ásamt farastjórum og var einn þeirra Björn Inge Furnes Aurdal sem er starfsmaður Kristilegu Skólahreyfingarinnar. Hann mun einnig vera ræðumaður kvöldsins. Eftir samkomu er kaffi og meðlæti að venju. Allir hjartanlega velkomnir!