Categories
Fréttir Heimastarf

Bænasamvera í kvöld 18. mars

Í  ljósi aðstæðna sjáum við okkur ekki fært að halda úti hefðbundnum miðvikudagssamkomum á meðan samkomubann stendur yfir. Okkur langar samt sem áður að bjóða þeim sem treysta sér til að koma á bænasamveru í Kristniboðsalnum kl. 20 í kvöld og næstu miðvikudaga einnig vel gengur. Við munum lesa úr orði Guðs, syngja saman og biðja. Við getum tekið á móti allt að 30 manns í salnum án þess að fara gegn tilmælum yfirvalda um pláss á milli manna enda gildir algjört bann aðeins um samkomur fyrir 100 manns eða fleiri.
Samverunni í kvöld verður ekki streymt beint en við stefnum að því að streyma út efni í næstu viku.
Verið velkomin ef þið treystið ykkur til en við biðjum alla að gæta að hreinlæti og halda sig heima ef einhver merki um lasleika gera vart við sig.
Ekki verður boðið upp á kaffi eftir samveruna eins og venja er