Categories
Fréttir

Kaffisala 1. maí

Hin árlega kaffisala Kristniboðsfélags kvenna verður haldin í Kristniboðssalnum að Háaleitisbraut 58-60, föstudaginn 1. maí og hefst kl. 14. Þar verða að vanda ljúfar kræsingar á boðstólum, brauðréttir og kökur. Ágóði kaffisölunnar mun renna til kristniboðsins. Meðal verkefna eru skólabyggingar í Pókothéraði í Keníu svo og bygging heimavista fyrir stúlkur. Í Eþíópíu er áhersla á […]

Categories
Fréttir

Málstofa um Ólaf Ólafsson kristniboða – þriðjudaginn 21. apríl kl. 12.10

Í tilefni af 200 ára afmælisári Hins íslenska biblíufélags verður heldur félagið málstofu um kristniboðann Ólaf Ólafsson. Í ágúst á þessu ári eru 120 ár liðin frá fæðingu Ólafs en hann starfaði sem kristniboði í Kína í 14 ár, sat í stjórn Biblíufélagsins og tók mjög virkan þátt í starfi þess, m.a. sem ólaunaður erindreki. […]

Categories
Fréttir

Fjáröflunarsamkoma í kvöld

Kristniboðsfélag kvenna verður með fjáröflunarsamkomu í kvöld, miðvikudaginn 15. apríl, kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Fjölbreytt dagskrá, happdrætti og fleira. Ræðumaður er Haraldur Jóhannsson. Allir velkomnir og fólk er hvatt til að taka með sér gesti.