Categories
Fréttir

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn, 26. júlí kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Ræðumaður er Halldóra Lára Ásgeirsdóttir. Kaffi eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Categories
Fréttir

Kristniboðssambandið styður menntun barna flóttamanna

Miklir erfiðleikar steðja að börnum og ungmennum í Mið-Austurlöndum vegna stríðsátaka. Meira en 13 milljónir barna (40% þeirra sem eru á skólaaldri) í Sýrlandi, Írak, Jemen, Líbýju og Súdan geta ekki sótt skóla vegna átaka. Mörg þeirra eru innilokuð á svæðum þar sem skólar og heimili eru rústir einar. Önnur hafa flúið heimkynni sín. Án […]

Categories
Fréttir

Samkoma í kvöld, miðvikudag

Samkoma verður í kvöld, miðvikudaginn 19. júlí, kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er: Andinn að verki. Ræðumaður Hermann Bjarnason. Allir hjartanlega velkomnir.

Categories
Fréttir

Fréttir frá kristniboðunum í Pókot

Kristniboðarnir Fanney Ingadóttir og Fjölnir Albertsson eru nú að störfum í nokkrar vikur í Pókot í Keníu. Fjölnir sendi þetta bréf þar sem hann segir frá ferð til Turkana, nágrannaþjóðflokks Pókot: Ég fékk tækifæri til að heimsækja lúthersku kirkjuna í Turkana dagana 30. júni til 2 júli. Með í för voru aðstoðarbiskup (Nicholas Loyara), framkvæmdastjóri […]

Categories
Fréttir

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn, 12. júlí, kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Gestur samkomunnar verður Gunnar Hamnöy frá Noregi. Hann mun segja frá starfi í Keníu. Kaffi eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir. Gunnar Hamnöy mun einnig taka þátt í kristniboðsmótinu á Löngumýri um næstu helgi ásamt kristniboðunum Katsuko og Leifi Sigurðssyni.