Author Archives: Ragnar Gunnarsson

Góð minningargjöf

Börn hjónanna Gunnars Sigurjónssonar guðfræðings og Vilborgar Jóhannesdóttur færðu í dag Kristniboðssambandinu eina milljón króna minningargjöf um foreldra sína. Í dag eru 105 ár frá fæðingu Gunnars sem var starfsmaður tímaritsins Bjarma frá 1937-1941 og síðan starfsmaður SÍK frá 1941 til dánardags í nóvember 1980. Ferðaðist hann um landið ásamt öðrum starfsmönnum og kristniboðum ogsinnti boðun, fræðslu og kynningu. Þess  má […]

Lesa meira...

Ævisaga Guðrúnar Lárusdóttur

Í nýlegu tölublaði Kristniboðsfrétta var kynnt áskrift að bók um ævi og störf Guðrúnar Lárusdóttur, sem var framakona á mörgum sviðum og um tíma formaður Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík og alþingismaður. 80 ár eru liðin frá andláti hennar í haust. Enn er opið fyrir heiðursskráningu út júní. Þar sem upplýsingar voru ekki allar réttar eru þær birtar hér leiðréttar: Tengiliður: […]

Lesa meira...

Ásta Bryndís Schram nýr formaður stjórnar Kristniboðssambandsins

Á stjórnarfundi eftir afstaðinn aðalfund SÍK skipti stjórnin með sér verkum. Ásta Bryndís Schram tók við sem formaður stjórnar. Hún starfar sem kennsluþróunarstjóri við Háskóla Íslands og er með Ph. D. gráðu á sviði námskrár, kennslu ogmenntunarsálfræði. Önnur í stjórn eru Guðlaugur Gunnarsson ritari, Hermann Bjarnason gjaldkeri, Kristján S. Sigurðsson varaformaður og Willy Petersen meðstjórnandi. Varamenn eru Sigurður Pálsson og Bryndís Mjöll […]

Lesa meira...

Aðalfundur SÍK 16. maí kl.18

Aðalfundur Sambands íslenskra kristniboðsfélaga verður haldinn kl.18 miðvikudaginn 16. maí í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð, nyrðri inngangur í austur. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum Sambandsins, en þau má lesa hér á síðunni undir flipanum „Um okkur“. Fundurinn er opinn en atkvæðisrétt hafa allir skráðir félagsmenn SÍK eða aðildarfélaga þess sem staðið hafa skil á árgjaldi liðins starfsárs. […]

Lesa meira...

Tónlistarsamvera tileinkuð minning Lilju S. Kristjánsdóttur og trúarljóðum hennar

Sunnudaginn 22. apríl kl. 17 efnir Ljósbrot, sönghópur KFUK, til tónlistarsamveru í Grensáskirkju til að heiðra minningu Lilju S. Kristjánsdóttur en 11. maí n.k. verða 95 ár liðin frá fæðingu hennar. Sönghópur KFUK, Ljósbrot, flytur lög við ljóð eftir Lilju S. Kristjánsdóttur, flest frumsamin af Keith Reed sem einnig stjórnar kórnum. Laufey Geirlaugsdóttir og Bryndís Mjöll Schram Reed syngja einsöng. […]

Lesa meira...

Jólakveðja og lokun

Stjórn og starfsmenn Kristniboðssambandsins senad velunnurum starfsins bestu óskir um gleðileg jól og blessunarríkt nýtt ár. Við þökkum fyrirbænir og allan stuðning við starfið í formi gjafa, sjálfboðinnar vinnu eða annars. Skrifstofan og Basarinn verða að mestu lokuð milli jóla og nýárs. Ef mikið liggur við má ná í Ragnar framkvæmdastjóra í síma 892 3504.

Lesa meira...

Kristniboðsdagurinn á sunnudag: Útvarpsguðsþjónusta, kaffisala og samkomur

Kristniboðsdagurinn er nú á sunnudag, 12. nóvember. Rúm 80 ár eru síðan farið var að helga einn sunnudag kirkjuársins kristniboðinu og starfi Kristniboðssambandsins, þá í Kína en síðar meir í Eþíópíu og Keníu og síðan í Japan og víðar. Biskup hefur alla tíð hvatt presta til að minnast kristniboðsins á þessum degi í guðsþjónustum dagsins og taka samskot til starfsins. […]

Lesa meira...

Utanríkisráðuneytið styrkir byggingu 8 kennslustofa í Keníu

Í dag var undirritaður samningur milli Utanríkisráðuneytisins og Kristniboðssambandsins (SÍK) um þátttöku þess fyrrnefnda í verkefninu „Menntun á jaðarsvæðum“. Ætlunin er að byggja tvær kennslustofur við þrjá grunnskóla í Pókotsýslu og tvær við einn skóla í Turkanasýslu, alls átta talsins. Skólarnir eru úr alfaraleið og eiga þessar nýju skólastofur að bæta úr brýnni þörf og þannig bæta skólastarfið og þátttöku […]

Lesa meira...
1 2 3 4 6