Author Archives: Ragnar Gunnarsson

Samkoma miðvikudag 28. nóvember

Miðvikudaginn 28. nóvember er að venju samkoma í Kristniboðssalnum kl. 20. Hugleiðingu hefur Haraldur Jóhannsson læknir. Kynntar verða hugmyndir um 90 ára afmælisár Kristniboðssambandsins 2019, auglýst eftir fleirum og umræður um málið.  Kaffi og meðlæti frá Mosfellsbakaríi eftir samkomuna. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Kristniboðsdagurinn á sunnudag

Kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar er á sunnudag. Er þess þá sérstaklega minnst og horft til kristniboðsstarfs Íslendinga nú og á liðnum árum. Útvarpsguðsþjónusta  dagsins verður frá Hjallakirkju þar sem Skúli Svavarsson kristniboði prédikar en séra Sunna Dóra Möller þjónar fyrir altari. Biskup Íslands hvetur presta og starfsfólk safnaða um land allt til að minnast kristniboðsins og  taka samskot til starfs Kristniboðssambandsins. Starfsmenn […]

Lesa meira...

Bygging fyrsta áfanga nýs framhaldsskóla í Pókothéraði að hefjast

Í liðnum mánuði skrifuðu fulltrúar SÍK og Utanríkisráðuneytisins, þróunarsamvinnusviðs, undir samning um verkefnið „Kamununo stúlknaframhaldsskólinn“. Er það nýr heimavistarskóli fyrir stúlkur í fjalllendi Kasei í Norður-Pókot. Til grundvallar lá umsókn SÍK um framlag til verkefnisins, sem ráðuneytið styrkir með 10.388.000 krónum, SÍK greiðir rúma milljón og heimamenn leggja fram rúmar 3 milljónir í formi vinnu, efnisöflunar og lóðar undir skólann. […]

Lesa meira...

Góð minningargjöf

Börn hjónanna Gunnars Sigurjónssonar guðfræðings og Vilborgar Jóhannesdóttur færðu í dag Kristniboðssambandinu eina milljón króna minningargjöf um foreldra sína. Í dag eru 105 ár frá fæðingu Gunnars sem var starfsmaður tímaritsins Bjarma frá 1937-1941 og síðan starfsmaður SÍK frá 1941 til dánardags í nóvember 1980. Ferðaðist hann um landið ásamt öðrum starfsmönnum og kristniboðum ogsinnti boðun, fræðslu og kynningu. Þess  má […]

Lesa meira...

Ævisaga Guðrúnar Lárusdóttur

Í nýlegu tölublaði Kristniboðsfrétta var kynnt áskrift að bók um ævi og störf Guðrúnar Lárusdóttur, sem var framakona á mörgum sviðum og um tíma formaður Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík og alþingismaður. 80 ár eru liðin frá andláti hennar í haust. Enn er opið fyrir heiðursskráningu út júní. Þar sem upplýsingar voru ekki allar réttar eru þær birtar hér leiðréttar: Tengiliður: […]

Lesa meira...

Ásta Bryndís Schram nýr formaður stjórnar Kristniboðssambandsins

Á stjórnarfundi eftir afstaðinn aðalfund SÍK skipti stjórnin með sér verkum. Ásta Bryndís Schram tók við sem formaður stjórnar. Hún starfar sem kennsluþróunarstjóri við Háskóla Íslands og er með Ph. D. gráðu á sviði námskrár, kennslu ogmenntunarsálfræði. Önnur í stjórn eru Guðlaugur Gunnarsson ritari, Hermann Bjarnason gjaldkeri, Kristján S. Sigurðsson varaformaður og Willy Petersen meðstjórnandi. Varamenn eru Sigurður Pálsson og Bryndís Mjöll […]

Lesa meira...

Aðalfundur SÍK 16. maí kl.18

Aðalfundur Sambands íslenskra kristniboðsfélaga verður haldinn kl.18 miðvikudaginn 16. maí í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð, nyrðri inngangur í austur. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum Sambandsins, en þau má lesa hér á síðunni undir flipanum „Um okkur“. Fundurinn er opinn en atkvæðisrétt hafa allir skráðir félagsmenn SÍK eða aðildarfélaga þess sem staðið hafa skil á árgjaldi liðins starfsárs. […]

Lesa meira...
1 2 3 4 6