Categories
Óflokkað

Vel heppnuð afmælishátíð að baki

Hátíðarsamkoma vegna 90 ára afmælis SÍK í ár var haldin sunnudaginn 20. október í Lindakirkju og var sótt af um 300 manns. Dagskráin var fjölbreytt og margir hafa haft orð á því hve vel hafi tekist til. Í samskot komu á 4 hundrað þúsund krónur. Við þökkum öllum sem glöddust með okkur þennan dag. Kynnar […]

Categories
Óflokkað

Samkoma í kvöld: Bænamaðurinn Nehemía

Velkomin á samkomu í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð, kl. 20. Við syngjum saman, Erlend Straume sem nýfluttur er til landsins frá Noregi segir frá sjálfum sér og trú sinni og Ragnar Gunnarsson hefur hugvekju um bænamanninn Nehemía. Kaffi og meðlæti eftir samkomuna.

Categories
Óflokkað

Heitum á hlaupara!

Árlegt Reyjavíkurmaraþon nálgast, 24. ágúst n.k. Þrír hlauparar hafa skráð sem til að safna áheitum til Kristniboðssambandsins, þau Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, Jóel Kristjánsson og Stefán Ingi Guðjónsson. Enn geta fleiri bæst í þann hóp. Við hvetjum fólk til að heita á þessi þrjú sem hingað til hafa safnað rúmlega 70 þúsund krónum í áheit. Í […]

Categories
Óflokkað

Japan í brennidepli á samkomu kvöldsins

Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, í kvöld kl. 20. Kristniboðarnir Katsuko og Leifur Sigurðsson, sem eru stödd hér á landi í fríi, segja frá starfi sínu í Japan, syngja með börnum sínum og Leifur hefur hugleiðingu. Allir hjartanlega velkomnir. Kaffi og meðlæti eftir samkomuna.

Categories
Óflokkað

Fræðslustund um bænina

Síðasta fræðslustund sumarsins um bænina verður í Kristniboðssalnum, miðvikudaginn 31. júlí kl. 20. Efni kvöldsins er „Bæn og andleg barátta“. Kaffi og meðlæti eftir stundina. Allir velkomnir.