Posted on

Lambakjötspottréttur Kristniboðsfélags karla

Já, það verður veisla í Kristniboðssalnum föstudaginn 8. desember; sérlagaður lambakjötspottréttur og rjómaís á eftir. Borðhald hefst stundvíslega klukkan 19. Sr. Frank M. Halldórsson verður með hugleiðingu.

Verð: 2500 kr. Allur ágóði rennur til kristniboðsins.

Vinsamlegast skráið ykkur með tölvupósti á kristjan@sik.is eða í síma 533 4900.

 

Posted on

Alfa námskeið – Nýtt efni

Alla sunnudaga kl. 17 í Kristniboðssalnum. Hefst 10. september og lýkur 26. nóvember.

Máltíð gegn vægu gjaldi í lok hverrar stundar.

Þetta er kjörið tækifæri til að bjóða nýju fólki að kynnast kristinni trú en ekki síður fyrir þá sem hafa gengið lengi með Jesú að blása nýju lífi í og styrkja trú sína.

 

Posted on

Skógámar

Í yfir 20 ár hefur Kristniboðssambandið haft samstarf við gámastöðvar Sorpu um skósöfnun. Flest ár höfum við getað safnað skóm í þrjá 40 feta gáma sem eru svo sendir til endurnotkunar í öðrum löndum. Kristniboðssambandið fær greitt fyrir hvern svona gám og hafa tekjurnar numið 2-4 milljónum ár hvert. Tökum þátt í því að láta skóna ganga aftur og munum að spyrja um skógám Kristniboðssambandsins næst þegar við förum í Sorpu.

Posted on

Íslenskukennsla SÍK

Það eru sjálfboðaliðar sem bera starf Kristniboðssambandsins uppi. Nú er blessunarríkur vetur að baki í íslenskukennslunni. Konurnar á myndinni eru á meðal þeirra sem mætt hafa trúfastlega í vetur til þess að gera allt klárt í eldhúsinu, sinna barnagæslu, veita einkakennslu í íslensku, stýra söng og margt margt fleira. – Í heildina hafa u.þ.b. 80 útlendingar fengið markvissa kennslu í grunnatriðum okkar ástkæru og ylhýru tungu. Þetta fólk kemur frá öllum heimshornum og það er okkur heiður og ánægja að hjálpa því þegar fyrstu skrefin eru stigin í nýju landi. Guð blessi þetta fólk og alla þá sem að starfinu koma.