Author Archives: Kristín Bjarnadóttir

Haustmarkaður á laugardaginn

Hinn árlegi haust- og grænmetismarkaður kristniboðsins verður haldinn laugardaginn 12. september, kl. 12-16 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð, norðurenda. Til sölu verða ávextir, grænmeti, sultur, kökur og fleira til heimilisins. Heitt súkkulaði, vöfflur og kaffi á boðstólum. Tekið verður við gjöfum á markaðinn á föstudaginn. Verið velkomin!

Lesa meira...

Útvarpskristniboð

Kristilegi útvarpsþátturinn Poppkorn er barnaþáttur sendur til Kína. Komið hefur í ljós að hann er ekki síður vinsæll á meðal fullorðinna. Kristniboðssambandið hefur nú í mörg ár kostað þennan þátt sem norska útvarpsstöðin Norea vinnur í samvinnu við Voice of Salvation (Rödd hjálpræðisins) á Tævan. Efni þáttanna er eins konar sunnudagaskóli á öldum ljósvakans með biblíusögum og söngvum. Þemað er […]

Lesa meira...

Starfsmenn Sat-7 í Suður-Súdan

Suður-Súdan hlaut sjálfstæði árið 2011 en í tvö ár hefur geisað borgarastyrjöld í landinu. Tvær milljónir manna hafa flúið heimkynni sín og um tíu þúsund hafa verið drepnir. Sat-7 er kristileg sjónvarpsstöð sem Kristniboðssambandið styður fjárhagslega. Hún starfar í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Ein sjónvarpsrásin sendir eingöngu út barnaefni. Með Jesú er vinsæll tónlistar- og spjallþáttur fyrir börn á aldrinum 8-14 […]

Lesa meira...

Útvarpskristniboð – Heimilisofbeldi

Eitt af þeim verkefnum sem Kristniboðssambandið styður er útvarpsstarf, Norea Radio. Það tekur þátt í verkefni sem kallast Hanna. Verkefnið fest í því að uppörva þjáðar konur um allan heim með vitundarvakningu, útvarpssendingum og markvissu bænastarfi. Útvarpssendingar eru á 64 tungumálum og mánaðarlegir bænalistar gefnir út á 77 tungumálum og dreift í 124 löndum. Í ágúst er beðið fyrir konum […]

Lesa meira...

Stuðningur við hina líðandi kirkju

Nýir þættir á Sat-7 sjónvarpsstöðinni, sem sendir út á farsitungumálinu, eru farnir í loftið. Þættirnir kallast Guð og hinir ofsóttu (God and the persecuted) og hafa að markmiði að styrkja vaxandi fjölda húskirkna í Íran og hjálpa kristnu fólki að þola harðræði á tímum ofsókna. Hver þáttur hefst á dæmi um nútíma ofsóknir og síðan eru skoðaðar þjáningar hinna kristnu […]

Lesa meira...

Kristniboð í Japan

Norskum kristniboðum í Japan hefur fækkað um helming undanfarið. Ástæðan er m.a. veikindi sem valda því að kristniboðarnir geta ekki snúið aftur til Japans í bráð. Sama er uppi á teningnum hjá finnsku kristniboðunum. Staðan er því erfið, bæði þeim sem urðu að fara heim og hjá þeim sem eftir eru í Japan. En þrátt fyrir manneklu meðal kristniboða mun […]

Lesa meira...

Kristniboðsmót á Löngumýri í Skagafirði 17.-19. júlí 2015

Sumarmót Kristniboðssambandsins að Löngumýri í Skagafirði verður haldið helgina 17.-19. júlí. Fjölbreytt dagskrá verður alla helgina. Lögð verður áhersla á gott og uppbyggilegt samfélag um Guðs orð og kristniboð. Samson Lokipuna, biskup í Pókot í Keníu verður gestur mótsins. Katsuko, eiginkona Leifs Sigurðssonar, kristniboða í Japan, verður vígð til kristniboða á mótinu. Á milli samverustundanna verður tækifæri til að spjalla […]

Lesa meira...

Aðalfundur í Noregi

Norska kristniboðssambandið (NLM) heldur þessa daga aðalfund sinn í Stafangri. Kristniboðssambandið hefur ætíð verið í náinni samvinnu við NLM á kristniboðsakrinum. Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins er fulltrúi SÍK á aðalfundinum eða GF (Generalforsamlingen) eins og fundurinn kallast. Fleiri Íslendingar eru einnig á fundinum. Um 4000 manns komu á fyrstu samkomuna á þriðjudagskvöldið en reiknað er með 5000 þegar mest verður. […]

Lesa meira...

Á döfinni

Miðvikudaginn, 15. júlí verður kveðjusamkoma fyrir Katsuko og Leif Sigurðsson og fjölskyldu sem fara til Japans síðar í mánuðinum. Gestur samkomunnar verður Samson Lokipuna biskup í Pókot í Keníu. Kristniboðsmót verður haldið á Löngumýri í Skagafirði helgina 17.-19. júlí. Þar verður Katusko Sigurðsson vígð til Kristniboða á laugardeginum kl. 17. Enn er hægt að skrá sig á mótið. Hægt er að hlaupa […]

Lesa meira...
1 29 30 31 32