Author Archives: Kristín Bjarnadóttir

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn 24. október kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er: Áður dauð en nú lifandi (Ef. 2.1-6). Ræðumaður Jón Ómar Gunnarsson. Sagðar verða fréttir af íslenskukennslu Kristniboðssambandsins. Kaffi eftir samkomu. Allir velkomnir.

Lesa meira...

Af götu í skóla

Kristniboðssambandið styður fátæk börn í Addis Abeba með hjálp margra einstaklinga sem gefa mánaðarlega til verkefnisins. Verkefnið kallast Af götu í skóla og felst í því að hjálpa börnum og fjölskyldum þeirra til sjálfshjálpar. Samtökin My sisters (Systur mínar) sjá um verkefnið. Alma er ein þeirra kvenna sem My sisters hefur stutt. Hún bjargar sér vel núna, er með eigið „fyrirtæki“, […]

Lesa meira...

Viltu gefa í menntasjóð?

Tekið er við gjöfum í menntasjóð Kristniboðssambandsins sem rennur til skólagjalda og skólabygginga og annars sem eflir menntun í Eþíópíu og Keníu. Gjafir má senda með hefðbundnum hætti, t.d. á reikning nr. 117-26-2800 í Landsbankanum, og merkja við „Menntun“. Kennitala SÍK er 550269-4149. Einnig má styrkja sjóðinn með mánaðarlegum framlögum eins og sumir gera við verkefnið Af götu í skóla […]

Lesa meira...

Karlastarf kirkjunnar fer fram á veitingahúsum

Kristnir karlmenn í Japan fá ekki mörg tækifæri til að ræða saman um daglegt líf sitt. Söfnuðurinn á Rokkóeyju hefur fundið leið. Tilgangsríkt líf Leifur Sigurðsson kristniboði skrifar: Við, hér í söfnuðinum, lesum saman bók Rick Warrens Tilgangríkt líf. Í fyrstu tóku bæði karlar og konur þátt en nú bara karlar. Í vor ákváðu nokkrir þeirra að hittast á veitingastað […]

Lesa meira...

Miðar í Hvalfjarðargöngin

Ekki er lengur innheimt veggjald fyrir akstur í gegnum Hvalfjarðargöngin. Spölur endurgreiðir miða í göngin sem fólk kann að eiga í fórum sínum. Þeir sem vilja geta gefið SÍK miðana sína og þannig styrkt málefni kristniboðsins. Tekið er við miðum í Basarnum Austurveri og á skrifstofu SÍK. Svo má senda miðana í pósti á eftirfarandi heimilisfang: Kristniboðssambandið Háaleitisbraut 58-60 108 […]

Lesa meira...

Átta skólastofur brátt tilbúnar

Verkefnið „Menntun á jaðarsvæðum“ í Keníu gengur vel Í fyrrahaust samþykkti Utanríkisráðuneytið að styrkja byggingu átta skólastofa við fjóra grunnskóla, tvær við hvern, á jaðarsvæðum í Pókot- og Túrkanasýslum í norðvesturhluta Keníu. Skólarnir eru úr alfaraleið og skólastarfið átt erfitt uppdráttar. Framlag ráðuneytisins voru 8 milljónir, framlag Kristniboðssambandsins 1,3 milljónir og reiknað framlag heimamanna fyrir efni og vinnu tæpar 2 […]

Lesa meira...

SAT-7 dregur úr einangrun kristinna í Mið-Austurlöndum

Nýleg könnun sýnir að dagskrá SAT-7 sjónvarpsstöðvarinnar styður og uppörvar kristið fólk í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, sem oft býr við mikla andlega einangrun. Kristniboðssambandið styður stöðina með árlegu fjárframlagi. Yfir 5000 svör bárust í könnun sem auglýst var á öllum stöðvum SAT-7 auk vefsíðu. Svörin leiddu í ljós almenna ánægju með efnið og útsendingarnar en mest um vert var sá […]

Lesa meira...
1 2 3 4 5 32