Author Archives: Kristín Bjarnadóttir

Lestrarkennsla í Ómó Rate

Kristniboðarnir Karl Jónas Gíslason (Kalli) og Ragnheiður Guðmundsdóttir (Raggý) eru nú við störf í Ómó Rate í Suður-Eþþíópíu. Um helgina fóru þau í guðsþjónustu í Kabusia og Raggý skrifar eftirfarandi: „Að koma til Kabusia á ný eftir fimm ára fjarveru var yndislegt. Að fá að vera þátttakandi í guðþjónustu sem öll fór fram á dasenetsmáli. Gleðin skein úr augum fólksins, […]

Lesa meira...

Norska kristniboðssambandið (NLM) 125 ára

Norskra kristniboðssambandið hélt upp á 125 ára afmæli sitt þann 18. júní. 1200 kristniboðsvinir tóku þátt í afmælishátíðinni sem haldin var í Oslo Konserthus. Margir þekktir listamenn komu fram á hátíðinni. Gestum frá kristniboðslöndunum var boðið að koma til Noregs og Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins tók þátt í hátíðinni fyrir hönd SÍK. NLM og SÍK hafa átt náið samstarf á […]

Lesa meira...

Kristniboðar útskrifaðir í Eþíópíu

Tabor Evangelical College í Awasa í Eþíópíu er fjölmennur skóli með um 800 nemendur á framhaldsskólastigi og um 180 í kristniboðanámi. Guðfræðideild skólans er sú eina í Mekane Yesus kirkjunni sem leggur áherslu á kristniboð. Skólinn hefur útskrifað 420 kristniboða. Laugardaginn, 18. júní, útskrifaði skólinn 83 kristniboða, 21 nemanda úr Biblíuskóla, 26 nemendur með þriggja ára guðfræðimenntun og 36 nemendur […]

Lesa meira...

Börn á flótta syngja í Sat-7 sjónvarpinu

Kristniboðssambandið er styrktaraðili kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar Sat-7 sem sendir dagskrá til Mið-Austurlanda og Norður-Afríku. Stöðin er með fimm rásir og er ein þeirra barnarás. Á barnadaginn 1. júní tók stöðin upp þátt fyrir börn í sýrlenskum flóttamannabúðum. Þátturinn var í beinni útsendingu og hét Syngjum saman. Hann var tekinn upp í flóttamannamiðstöðinni Oasis í Líbanon og var börnum flóttamanna boðið að […]

Lesa meira...

Stríðið í Sýrlandi eyðileggur heimili en byggir upp trú.

Starfsmenn Sat-7, kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar í Mið-Austurlöndum, hittu nýlega ekkjur sem misst hafa menn sína í stríðinu. Haldin var bænasamkoma með þeim. Konurnar vitnuðu um trú sína á Guði þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Flestar ekkjurnar segja það mikla áskorun að þurfa að sjá einar fyrir börnum sínum. Margar þeirra voru heimavinnandi áður en stríðið hófst. Við erum hvött til að biðja […]

Lesa meira...

Kalli og Raggý á leið til Ómó Rate

Karl Jónas Gíslason (Kalli) og Ragnheiður Guðmundsdóttir (Raggý) eru á leiðinni til Ómó Rate í Suður-Eþíópíu þar sem þau munu starfa næstu vikurnar. Þegar þau hjón bjuggu og störfuðu í Ómó Rate bjó Raggý til kennslubók í lestri á máli Dasenetsmanna. Tilgangurinn var að leggja grundvöll að betri menntun og fræðslu, að heimamenn lærðu að lesa og skrifa á eigin […]

Lesa meira...

Af götu í skóla – systur mínar

Í ferð til Eþíópíu í byrjun árs kom ekki annað til greina hjá okkur hjónunum en að heimsækja vini okkar hjá samtökunum My Sisters (Systur mínar), í höfuðborginni Addis Abeba. Við drukkum te með stjórnendum og hittum að máli nokkrar ungar konur sem voru í starfsþjálfun og að lokum var leikið við börn sem eru í dagvistun á vegum samtakanna. […]

Lesa meira...

Frjáls hugsun og trú

  Kristniboðssambandið styður kristilegu sjónvarpsstöðina Sat-7 með árlegu fjárframlagi. „Sé sannleikurinn fyrsta fórnarlamb stríðsátaka þá má það undrum sæta að enn sé starfandi í Mið-Austurlöndum sjónvarpsstöð sem boðar fagnaðarerindið.“ Svo mælti Dr. Terence Ascott stofnandi og formaður stjórnar Sat-7, í tilefni dags frjálsrar blaðamennsku, 3. maí sl. og bætti svo við: „Sat-7 þakkar fyrir að mega vera á meðal þeirra […]

Lesa meira...

Kirsuberjatré og nýtt upphaf í Japan

Bréf frá Katsuko og Leifi Sigurðssyni, kristniboðunum okkar í Japan: Apríl markar upphaf á nýju skólaári í Japan. Nýir árgangar flykkjast með foreldrum sínum í skólana. Dóttur okkar þótti þetta mjög spennandi. Nú var hún loksins orðin nógu gömul til að byrja í alvöru skóla. Hún gat varla beðið eftir að byrja. Núna hittir hún nýju skólafélagana sem ganga saman […]

Lesa meira...

Íslenskukennsla Kristniboðssambandins

Kristniboðssambandið hélt ókeypis námskeið í íslensku fyrir útlendinga í vetur. Námskeiðið var haldið í Kristniboðssalnum að Háaleitisbraut 58-60. Markmið kennslunnar var að koma til móts við erlendar konur sem ekki geta sótt dýr námskeið málaskólanna eða þær sem eru með lítil börn og hafa enga til að gæta þeirra á meðan námið fer fram. Boðið var upp á barnapössun á […]

Lesa meira...
1 16 17 18 19 20 25