Author Archives: Kristín Bjarnadóttir

GF 2018 í Noregi

Norska kristniboðssambandið, (NLM), heldur aðalfund (GF Generalforsamling) þriðja hvert ár. Næsti fundur verður haldinn 3.-8. júlí 2018 í ráðstefnumiðstöðinni Oslofjord Convention Center. Dagskráin er mjög fjölbreytt og eitthvað fyrir alla fjölskylduna, eins og sjá má á heimasíðunni: nlmgf.no GF er ekki bara ársfundur NLM heldur einnig stórt kristniboðsmót með gestum frá kristniboðslöndunum og samstarfshreyfingum. Kristniboð, boðun fagnaðarerindisins og samfélag, mun […]

Lesa meira...

Sjónvarpskristniboð

„Ég fylgi Kristi af öllu hjarta,“ segir Masood, ungur Írani. Að vera kristinn í Íran getur leitt til ofsókna eða dauða. En Masood segir það áhættunnar virði. Fyrir skömmu fannst honum lífið tilgangslaust en það var áður en hann kynntist Biblíunni og Sat-7 sjónvarpsstöðinni. „Eftir að ég fór að horfa á Sat-7 og kynntist sr. Shariyar hef ég litið á […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn 3. janúar kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir, sem stundar nám við kristniboðsskólann Fjellhaug í Osló, kemur á samkomuna og segir frá námi sínu við skólann. Hún og fjölskylda hennar syngja á samkomunni og Guðbjörg Hrönn flytur hugvekju. Kaffi eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Jólasálmur eftir Brorson

Mitt einatt hvarflar hjarta í húsið lága inn, / þar fæddist barnið bjarta, hinn blíði Jesús minn, / þar á minn hugur heima, þar hjartað verður rótt. / Hvort mun ég mega gleyma þér, milda jólanótt? / En orð mig óðar bresta, er um það hugsa fer, / að lífsins ljósið mesta er lagt í jötu hér, / að himna […]

Lesa meira...

Jesúmyndin sýnd í Voító dalnum í Eþíópíu

Íslenskir kristniboðar hófu störf í Voító dalnum í Eþíópíu fyrir tæplega þrjátíu árum. Nú er búið að talsetja Jesúmyndina, sem byggir á frásögum Lúkasarguðspjalls, á tsamakkó, tungumál fólksins í dalnum. Jesúmyndin er nú til á 1400 tungumálum. Eftirvæntingin var mikil þegar útbúnaðinum var komið fyrir. Þriggja fermetra sýningartjald var hengt upp í tré. Sýningarvélin tengd rafgeymum var sett á lítið […]

Lesa meira...

Kristniboðar í Vestur-Afríku

Sveinn Einar Friðriksson Zimsen bjó og starfaði ásamt fjölskyldu sinni í Malí. Nú er fjölskyldan flutt til Fílabeinsstrandarinnar. Sveinn Einar sendi eftirfarandi fréttir.  Við erum nú flutt til Abidjan á Fílabeinsströndinni. Það eru mikil viðbrigði þó að við höfum búið hér áður. Við fórum frá Malí mjög skyndilega vegna hryðjuverka sem við lentum í. Við dvöldum í Noregi og á […]

Lesa meira...
1 2 3 24